
Héldu tombólu á Selfossi
Innanlandsstarf 24. apríl 2019Vinirnir Reykdal Máni Magnússon og Unnur Eva Þórðardóttir héldu tombólu á Selfossi til styrktar Rauða krossinum. Þær söfnuðu samtals 10500 krónum sem þær afhentu Rauða krossinum í Árnessýslu.

Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku - margt smátt gerir eitt stórt
Innanlandsstarf 18. apríl 2019Núna er rétt um mánuður liðinn síðan flóðin skullu á í sunnanverðri Afríku. Starfsfólk Rauða krossins á svæðinu er nú loks farið að sjá árangur af vinnu undanfarna sólarhringa. \r\nÞú getur stutt starfið með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS skilaboðin HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 - 12, kt. 530269-2649.

Rauði krossinn á Íslandi hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
Innanlandsstarf 17. apríl 2019Þann 12. apríl sl. veitti félagsmálaráðuneytið Rauða krossinum á Íslandi 1,2 milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Bætt líðan og gagnkvæm aðlögun flóttabarna og ungmenna - Orff tónlistarsmiðjur. Verkefninu er stýrt af Nínu Helgadóttur, verkefnisstjóra málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum og Nönnu Hlíf Ingvadóttur Orff tónlistarkennara.

Vorferð föt sem framlag
Innanlandsstarf 15. apríl 2019Föt sem framlag prjónahóparnir í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ skelltu sér í vorferð og heimsóttu Rauða krossinn á Selfossi með viðkomu í Hveragerði.

Kópavogsdeild Rauða krossins hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
Innanlandsstarf 15. apríl 2019Á föstudaginn í síðustu viku hlaut Kópavogsdeild Rauða krossins styrk fyrir verkefnið Æfingin skapar meistarann frá félagsmálaráðuneytinu úr þróunarsjóði innflytjendamála.

Skyndihjálp - Vefnámskeið og verkleg þjálfun Rauða krossins
Innanlandsstarf 05. apríl 2019Flesta langar til að læra skyndihjálp, en oft situr það á hakanum af ýmsum ástæðum. Rauði krossinn býður nú upp á stutt og hagnýtt vefnámskeið án endurgjalds. Rauði krossinn mælir síðan með því að allir þeir sem taka vefnámskeiðið skrái sig á 2 klst verklegt námskeið sem fyrst til að öðlast sjálfstraust til að veita fólki aðstoð í neyð.

Hugulsöm gjöf til styrktar Rauða krossinum
Innanlandsstarf 26. mars 2019Rauða krossinum barst hugulsöm peningagjöf. Stella Líf safnaði peningum saman í krukku til styrktar Rauða krossinum.

Hundavinir á Stórhundadögum
Innanlandsstarf 21. mars 2019Sjálfboðaliðar Rauða krossins voru á Stórhundadögum í Garðheimum þar sem þeir kynntu verkefni sitt, Hundavinir.

Félagsvinir eftir afplánun -Sérfræðingur í mannauðsmálum á opnu húsi
Innanlandsstarf 21. mars 2019Á opnu húsi, 27. mars verður Gauja Hálfdánardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum með kynningu á gerð ferilskrár ásamt hagnýtum atriðum við atvinnuviðtöl.

Aðalfundur Kópavogsdeildar 2019
Innanlandsstarf 15. mars 2019Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi var haldinn í gær, 14. mars.

Söngelskar furðuverur hjá Rauða krossinum í Kópavogi
Innanlandsstarf 06. mars 2019Gleðilegan öskudag og takk kærlega fyrir komuna!

Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi
Innanlandsstarf 28. febrúar 2019Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi verður haldinn fimmtudaginn 14. mars kl. 20 í Hamraborg 11, 2. hæð

Hefurðu fjóra tíma aflögu á mánuði til þess að veita félagsskap og hlýju?
Innanlandsstarf 19. febrúar 2019Rauði krossinn í Kópavogi óskar eftir heimsóknavinum

Hundavinir Rauða krossins á Smáhundadögum
Innanlandsstarf 13. febrúar 2019Síðastliðna helgi voru haldnir Smáhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín.

Kanntu skyndihjálp?
Innanlandsstarf 11. febrúar 2019Rauði krossinn í Kópavogi býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið í skyndihjálp, bæði fyrir börn og fullorðna. Lærðu skyndihjálp til þess að geta aðstoðað og jafnvel bjargað einstaklingi í neyð.

Leikurinn \"Upplifun flóttamannsins\" í Kársnesskóla
Innanlandsstarf 31. janúar 2019Í mánuðinum tók Rauði krossinn í Kópavogi þátt í þemadögum í Kársnesskóla. Þemað að þessu sinni var flóttamaðurinn og heimsóttu verkefnastjórar hjá Rauða krossinum í Kópavogi nemendur í 9. bekk til að fara með þeim í leikinn “Upplifun flóttamannsins”.

Rauði krossinn á Framadögum
Innanlandsstarf 23. janúar 2019Rauði krossinn kynnir sjálfboðaliðastörf Rauða krossins á framadögum háskólanna á morgun, fimmtudaginn 24. janúar.

Yndislegir gleðigjafar útskrifast af hundavinanámskeiði
Innanlandsstarf 22. janúar 2019Í síðustu viku útskrifuðust fjórir sjálfboðaliðar og fimm heimsóknahundar af hundavinanámskeiði Rauða krossins í Kópavogi. Það að auki var einn reyndur hundur endurmetin fyrir áframhaldandi störf.