
Rammasamningar undirritaðir
Alþjóðastarf 16. mars 2022Á mánudag skrifuðu Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra undir rammasamninga vegna verkefna Rauða krossins á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu.

70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum
Alþjóðastarf 10. mars 2022„Við erum mjög þakklát fyrir stuðning almennings, fyrirtækja og íslenskra stjórnvalda“ segir Robert Mardini framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). „Stuðningur við og samhugur almennings á Íslandi með þeim sem þjást vegna ástandsins í Úkraínu er afar vel metinn. Því meiri stuðning sem við fáum þeim mun meira getur Rauði krossinn gert fyrir fólk sem þjáist vegna átakanna og á þann hátt komið til móts við þarfir almennra borgara.“

Sendifulltrúar til starfa vegna átaka í Úkraínu
Alþjóðastarf 08. mars 2022Fimm sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi halda til starfa vegna átakanna í Úkraínu á næstu dögum.

Upplýsingar vegna átakanna í Úkraínu
Almennar fréttir, Almennar fréttir 04. mars 2022Vegna boða um aðstoð. Rauði krossinn er núna fyrst og fremst að safna fjármunum til að senda áfram í brýna mannúðaraðstoð Rauða kross hreyfingarinnar fyrir þolendur átakanna í Úkraínu, bæði innan Úkraínu og í nágrannalöndunum þangað sem fólk hefur flúið.

Auglýst staða í samstarfsverkefni um trjárækt í Afríku
Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 03. febrúar 2022Rauði krossinn leitar að verkefna- og samhæfingarstjóra í samstarfsverkefni um trjárækt í Afríku. Verkefna og samhæfingarstjórinn mun vinna innan teymis alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku með aðsetur í Sierra leone. Starfið mun krefjast ferðalaga um Afríku.

Lífsbjargandi mannúðaraðstoð íslenskra stjórnvalda og Rauða krossins til þolenda hungurs, ofbeldis og vopnaðra átaka í Afganistan og í Sómalíu
Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 04. janúar 2022Með stuðningi utanríkisráðuneytisins, Tombólubarna og Mannvina Rauða krossins hefur Rauði krossinn á Íslandi ákveðið að veita rúmum 70 milljónum króna til mannúðaraðgerða í Afganistan og í Sómalíu.

Rauði krossinn styður við flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíu
Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 20. desember 2021Rauði krossinn hefur ákveðið að styrkja COVID-19 neyðarviðbrögð í Sómalíu með því að styðja flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíska Rauða hálfmánans sem gegnir mikilvægu stoðhlutverki við þarlend yfirvöld og tekur virkan þátt í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Óhætt er að segja að súrefnisvélarnar komi að góðum notum.

Brynja Dögg Friðriksdóttir sendifulltrúi á björgunarskipi á Miðjarðarhafi
Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 14. desember 2021Í nóvember sl. hélt Brynja Dögg Friðriksdóttir til starfa um borð í björgunarskipinu Ocean Viking sem Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti á Miðjarðarhafi. Áhöfn skipsins hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska.

Íslandsbanki styður heimsmarkmið 4, 5 og 9 í samvinnu við Rauða krossinn
Almennar fréttir, Alþjóðastarf 29. nóvember 2021Rauði krossinn og Íslandsbanki undirrituðu síðastliðin föstudag samning um 4 milljón króna stuðning bankans við langtímaþróunarsamvinnu Rauða krossins í Malaví. Áhersla er lögð á að bæta aðgengi berskjaldaðs fólks á dreifbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu og öruggu drykkjarvatni. Fjármagn Íslandsbanka verður nýtt til þess að efla þann verkefnisþátt sem felst í valdeflingu kvenna og ungmenna.

Starfsmenn Marel söfnuðu 37.7 milljónum fyrir Rauða krossinn með átakinu “Move the Globe”
Almennar fréttir, Alþjóðastarf 17. nóvember 2021Í byrjun september sl. hófst átakið “Move the Globe” hjá 6.800 starfsmönnum Marel í 30 löndum. Markmiðið var að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins með hreyfingu og líkamsrækt. Alls safnaðist 250.000 evrur, eða 37.7 milljónir íslenskra króna. Þann 4. nóvember sl. heimsótti sendiherra Brasilíu gagnvart Íslandi, Enio Cordeiro, höfuðstöðvar Marel á Íslandi og við það tækifæri tók Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi formlega á móti söfnunarágóðanum fyrir hönd alþjóða Rauða krossins.

Rauði krossinn styður við verkefni alþjóða Rauða krossins við Miðjarðarhaf
Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 15. nóvember 2021Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja mannúðar- og lífsbjargandi verkefni alþjóða Rauða krossins fyrir flóttamenn á landi og sjó við Miðjarðarhaf með fjárframlagi og mannafla. Ocean Viking bjargaði alls 314 konum, körlum og börnum í yfirstandandi leiðangri og er nú í höfn í Augusta á Sikiley. Þar komst fólkið loks í land í dag, sumir eftir tíu daga um borð í skipinu.

Origo og Rauði krossinn\r\nbæta tæknilega innviði og hjálparstarf í Afríku
Almennar fréttir, Alþjóðastarf 21. október 2021Rauði krossinn á Íslandi hefur frá árinu 2013 staðið fyrir metnaðarfullu verkefni sem miðar að því að byggja getu afrískra landsfélaga Rauða kross hreyfingarinnar í upplýsinga- og samskiptatækni. Origo er nýjasti samstarfsaðili Rauða krossins í verkefninu.

Samfélagsleg trjárækt í Sierra Leone til að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga og auka fæðuöryggi
Alþjóðastarf, Alþjóðastarf 07. október 2021Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, mun í samstarfi við Rauða krossinn í Sierra Leone og Landgræðsluskólann hefja trjáræktarverkefni í nokkrum héruðum í Sierra Leone á komandi vikum og mánuðum

40 milljónir til Afganistan
Almennar fréttir, Alþjóðastarf 28. september 2021Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir stríðshrjáða í Afganistan lauk í dag. Í kjölfar þessarar söfnunar mun Rauði krossinn á Íslandi senda alls um 40 milljónir króna til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem sinnir lífsbjargandi mannúðaraðstoð í Afganistan og hefur gert um langt skeið.

Þórir starfar með bakvarðarsveit björgunarskips Ocean Viking næstu 2 mánuði
Alþjóðastarf 27. september 2021Skipið hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska. Þórir mun starfa með upplýsingateymi svæðaskrifstofu Rauða krossins í Evrópu og verður með aðsetur í Búdapest. Þórir var í tvo áratugi starfsmaður Rauða krossins og var meðal annars í áhöfn björgunarskips Alþjóða Rauða krossins á Miðjarðarhafi 2016.

Mannúðaraðgerðir áfram mikilvægar í Afganistan - fjölskyldur geta ekki beðið eftir pólitískum breytingum
Alþjóðastarf 10. september 2021Yfirlýsing frá forseta ICRC eftir heimsókn til Afganistan

Rauði krossinn á Íslandi tryggir sálrænan stuðning fyrir íbúa berskjaldaðra samfélaga Sómalílands
Alþjóðastarf 08. september 2021Endurteknar náttúruhamfarir og viðvarandi átök í næstum þrjá áratugi hafa skapað erfiðar aðstæður og áskoranir í hinu sjálfstæða lýðveldi Sómalílandi. Frá árinu 2012 hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað með sómalska Rauða hálfmánanum að ýmsum verkefnum, meðal annars með stuðningi utanríkisráðuneytisins

Sendifulltrúi til starfa á Haítí
Alþjóðastarf 31. ágúst 2021Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, heldur í dag af stað til Haítí þar sem hún mun starfa í neyðarteymi alþjóðaráðs Rauða krossins í kjölfar jarðskjálftans sem reið þar yfir fyrr í mánuðinum. Þetta er þriðja sendiför Ágústu Hjördísar.