Birting frétta
Ártal

Rauði krossinn opnar fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd

Almennar fréttir 04. október 2022

Rauði krossinn á Íslandi hefur að beiðni stjórnvalda opnað fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.

7. október – taktu kvöldið frá!

Almennar fréttir 28. september 2022

Næsta föstudagskvöld stendur Rauði krossinn fyrir söfnunarþætti sem verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Fjallað verður um verkefni félagsins og þau Valdimar og Jelena Ciric, Emmsjé Gauti, Una Torfadóttir, Hildur Vala og SSSól stíga á svið, auk þess sem VHS hópurinn frumsýnir glænýtt efni sem var gert sérstaklega fyrir þáttinn.

Ákall til íslenskra stjórnvalda um að virða mannréttindi barna á flótta og hætta við endursendingar á þeim til Grikklands

Almennar fréttir 27. september 2022

Íslensk stjórnvöld undirbúa nú endursendingar barnafjölskyldna á flótta til Grikklands þar sem þær hafa alþjóðlega vernd. Við teljum að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um endursendingar til Grikklands skapi börnum hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á, eins og ítrekað hefur verið bent á. Hafa ber í huga að íslensk stjórnvöld hafa hingað til ekki sent börn frá Íslandi til Grikklands.

Árlegur basar handavinnuhóp Rauða krossins í Árnessýslu

Almennar fréttir 22. september 2022

Haldinn laugardaginn 15. október klukkan 10 til 14 að Engjavegi 23 á Selfossi. Glæsileg handavinna á góðu verði.

Söfnuðu fyrir Rauða krossinn á Reyðarfirði

Almennar fréttir 21. september 2022

Þessar vinkonur söfnuðu fyrir Rauða krossinn á Reyðarfirði um helgina.

Tombóla á Akureyri til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 14. september 2022

Þessar ungu stúlkur héldu tombólu við Sundlaugina á Akureyri til styrktar Rauða krossinum.

Héldu tombólu á Akureyri til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 05. september 2022

Þessar ungu stúlkur héldu tombólu við Nettó á Akureyri og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn 44.603 krónur.

Söfnuðu fyrir hjálparstarf Rauða krossins

Almennar fréttir 01. september 2022

Í Grunnskólanum í Þorlákshöfn hefur þemaverkefnið Þorpið verið haldið reglulega síðan 2013. Hagnaður varð af verkefninu í vor og því ljóst að hægt væri að gefa hluta hans til í gott málefni. Hjálparstarf Rauða krossins varð fyrir valinu og afhenti 7.bekkur gjöfina að upphæð 150.000 kr.

Söfnuðu fyrir Rauða krossinn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar

Almennar fréttir 31. ágúst 2022

Þessar vinkonur söfnuðu 35 þúsund krónum til styrktar Rauða krossinum á bæjarhátíð Mosfellsbæjar.

Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 25. ágúst 2022

Þessi duglegu og áhugasömu börn komu til okkar í dag og afhentu peninga sem þau söfnuðu með tombólu til að styrkja Rauða krossinn.

Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 18. ágúst 2022

Tveir vinir seldu gamla dótið sitt á tombólu og gáfu Rauða krossinum á Íslandi afraksturinn.

Börn söfnuðu 130 þúsund krónum fyrir flóttafólk

Almennar fréttir 15. ágúst 2022

Á undanförnum mánuðum tókst fjórum framtakssömum krökkum að safna heilum 130 þúsund krónum sem þau gáfu Rauða krossinum til að styrkja flóttafólk sem er að flýja átökin í Úkraínu.

Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 14. ágúst 2022

Þessar duglegu 6 ára stúlkur héldu tombólu við Hallgrímskirkju á Hinsegin dögunum. Þær afhentu Rauða krossinum afraksturinn, sem var 14.832 kr.

Héldu tombólu á Akureyri til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 13. ágúst 2022

Þessar ungu stúlkur héldu tombólu við Nettó á Akureyri til styrktar flóttafólki og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn.

Söfnuðu dósum á Akureyri til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 12. ágúst 2022

Þessar framtakssömu ungu stúlkur söfnuðu dósum á Akureyri fyrir skömmu og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn.

Héldu tombólu í Búðardal til styrktar Rauða krossinum

Almennar fréttir 11. ágúst 2022

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu í Búðardal á Búðardalsdögum 2. júlí síðastliðinn. Þau söfnuðu 9.000 krónum sem voru lagðar inn á söfnunina fyrir börn í Úkraínu.

Gleðilega hinsegin daga / Reykjavík Pride

Almennar fréttir 05. ágúst 2022

Fánar Hinsegin daga blakta við hún við Rauða kross húsið í Efstaleiti 9.

Útkall á Keflavíkurflugvelli

Almennar fréttir 26. júlí 2022

Viðbragðshópar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og af Suðurnesjum voru kallaðir út í gær vegna flugvélar á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjana er var snúið við yfir Grænalandi vegna sprengjuhótunar.