Leikskólinn Reykjakot safnar fyrir Frú Ragnheiði
Almennar fréttir 24. janúar 2019Nýverið safnaði starfsfólk, foreldrar og börn á leikskólanum Reykjakot um kr. 40.500 og gáfu Frú Ragnheiði
Þingflokkur Pírata í heimsókn
Almennar fréttir 23. janúar 2019Þingflokkur Pírata heimsótti Rauða krossinn í byrjun janúar. Starfsfólk félagsins tók á móti þingmönnunum og ræddi um starfsemi Rauða krossins
Tombóla í Reykjanesbæ
Almennar fréttir 23. janúar 2019Héldu tombólu fyrir utan verslunina Kost í Reykjanesbæ
46 ár liðin frá Vestmannaeyjagosinu
Almennar fréttir 23. janúar 2019Gosið árið 1973 markar upphaf neyðarvarnarstarfs Rauða krossins á Íslandi.
Héldu tombólu í Mjóddinni
Almennar fréttir 09. janúar 2019Söfnuðu samtals 8.734 kr.
Þreif til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 08. janúar 2019Gekk á milli húsa og bauðst til að þrífa til styrktar Rauða krossinum
Rauði krossinn og Sýn í samstarf
Almennar fréttir 07. janúar 2019Sýn og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning sem í felst stuðningur Sýnar við alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins, nánar tiltekið verkefnið Brúun hins stafræna bils. Það aðstoðar landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans í fimmtán Afríkuríkjum að bæta þekkingu og búnað í upplýsinga- og samskiptatækni svo þau megi efla getu sína í hjálparstarfi.
Sendifulltrúar við störf í Bangladess
Almennar fréttir 04. janúar 2019Í október á síðasta ári fóru Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir og Kolbrún Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingar, í sínar fyrstu starfsferðir sem sendifulltrúar fyrir Rauða krossinn. Þær fóru til Cox Bazar í Bangladess þar sem þær störfuðu fram að jólum en alls hafa 26 sendifulltrúar á vegum Rauða krossins starfað við neyðartjaldsjúkrahús í kjölfar fólkflutnings yfir 900.000 Róhingja frá Mjanmar til Bangladess.
Neyðarsöfnun Rauða krossins\r\nfyrir Jemen skilar 47 milljónum króna - jafngildir matarbirgðum fyrir 49 þúsund börn í mánuð
Almennar fréttir 27. desember 2018Í dag lauk neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen.
Styrkur til jólaaðstoðar Rauða krossins
Almennar fréttir 21. desember 2018Samiðn, Byggiðn og FIT styrktu jólaaðstoð Rauða krossins í vikunni
Landsvirkjun og Arion styrkja jólaaðstoð Rauða krossins
Almennar fréttir 21. desember 2018Í vikunni bárust Áfallasjóði Rauða krossins rausnarleg framlög frá Landsvirkjun og Arion banka.
Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Jemen framlengd til 27. desember
Almennar fréttir 21. desember 2018Fjölmörg sms og innlagnir hafa borist undanfarna daga og eru nú vonir bundnar við að söfnunin muni ná að safna mat fyrir 20 þúsund börn í einn mánuð.
50 ára afmæli Rauða hálfmánans í Palestínu aflýst vegna átaka
Almennar fréttir 21. desember 2018Þann 13. desember sl. fagnaði Rauði hálfmáninn í Palestínu 50 ára afmæli sínu í skugga hernáms og átaka á herteknu svæðunum í Palestínu. Fulltrúar Rauða krossins á Íslandi voru í Palestínu í tilefni afmælisins ásamt fleiri fulltrúum úr alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Góði hirðirinn styrkir Áfallasjóð Rauða krossins
Almennar fréttir 20. desember 2018Í dag veitti Góði hirðirinn Áfallasjóði Rauða krossins eina milljón króna við hátíðlega athöfn í starfsstöð Góða hirðisins.
Frábært framlag til Malaví
Almennar fréttir 20. desember 2018Málaði ójólalegar myndir á jólakort til styrktar Rauða krossinum
Alþjóðlega Frímúrararegla karla og kvenna (LE DROIT HUMAIN) styrkir börnin í Jemen
Almennar fréttir 19. desember 2018Framlag þeirra gefur 517 börnum mat í heilan mánuð
Stefnt að söfnum á mat fyrir 20 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð
Almennar fréttir 19. desember 2018Á föstudaginn lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hungursneyðar í Jemen. Söfnunin hefur gengið vel og safnast hefur upphæð sem dugar fyrir mat fyrir 14 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð.
Styrktu stöðu ungra stúlkna í Malaví
Almennar fréttir 18. desember 2018Í aðdraganda jólanna vill Rauði krossinn minna á að hægt er að láta gott af sér leiða yfir hátíðarnar með því að gefa gjafir til góðra verka. Á heimasíðu Rauða krossins er hægt að kaupa gjafabréf til styrkar starfi félagsins innanlands og erlendis.