Birting frétta
Ártal
Red cross on white background

Rauði krossinn stóð fyrir sálfélagalegum stuðningi fyrir fólk frá Palestínu

Almennar fréttir 26. maí 2021

Í gær bauð Rauði krossinn á Íslandi palestínsku flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd til stuðningsfundar. Fundurinn fór fram á arabísku en markmiðið var að gefa fólki færi á að ræða eigin líðan vegna stöðunnar í heimalandi sínu.

Red cross on white background

Rauði krossinn fagnar vopnahléi og sendir fjárstuðning\r\ntil Palestínu

Almennar fréttir 21. maí 2021

Eftir 11 daga af loftárásum og eldflaugasendingum náðist samkomulag um vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þessu fagnar Rauði krossinn á Íslandi af heilum hug enda ljóst að afleiðingar síðustu daga eru nú þegar miklar og verða langvinnar.

Red cross on white background

Róró færir Rauða krossinum Lúllu dúkkur að gjöf

Almennar fréttir 20. maí 2021

Á dögunum fékk Rauði krossinn 25 Lúllu dúkkur að gjöf. Dúkkurnar fara meðal annars í sérstaka ungbarnapakka sem Rauði krossinn gefur barnshafandi konum sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. 

Red cross on white background

Styrkur frá 10. bekk Tjarnarskóla

Almennar fréttir 17. maí 2021

Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs Rauða krossins með flóttafólki.

Red cross on white background

Rauði krossinn minnir á mikilvægi mannúðarlaga

Almennar fréttir 12. maí 2021

Rauði krossinn á Íslandi harmar undir öllum kringumstæðum ofbeldi og átök sem bitna á óbreyttum borgurum og fordæmir brot á alþjóðlegum mannúðarlögum.

Red cross on white background

Hjálpum íbúum Palestínu

Almennar fréttir 11. maí 2021

Rauði krossinn á Íslandi hefur sett af stað sérstaka söfnun svo halda megi áfram mikilvægum verkefnum félagsins í Palestínu nú þegar ástandið þar er eins erfitt og raun ber vitni. 

Red cross on white background

Sjálfboðaliðaþing á alþjóðadegi Rauða krossins 2021

Almennar fréttir 08. maí 2021

Í dag, 8. maí, er alþjóðadagur Rauða krossins. Það er því vel við hæfi að sjálfboðaliðaþing Rauða krossins á Íslandi 2021 sé einnig haldið í dag en að þessu sinni fer þingið fram í beinu streymi á netinu.

Red cross on white background

Rauði krossinn telur ekki forsvaranlegt að senda flóttafólk til Grikklands

Almennar fréttir 07. maí 2021

Að gefnu tilefni ítrekar Rauði krossinn þá afstöðu sína að fyrirhugaðar endursendingar flóttafólks til Grikklands séu ekki forsvaranlegar við núverandi aðstæður og hvetur íslensk stjórnvöld til að hverfa frá þeim.

Red cross on white background

Sumarstörf hjá Rauða krossinum

Almennar fréttir 05. maí 2021

Við leitum að hörkuduglegum, samviskusömum og drífandi einstaklingum til að sinna fjáröflun og kynningarstarfi fyrir Rauða krossinn í sumar.

Red cross on white background

Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins 2021

Almennar fréttir 04. maí 2021

Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins á Íslandi 2021 fer fram laugardaginn 8. maí sem er alþjóðadagur Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

Red cross on white background

Rauði krossinn opnar nýtt sóttkvíarhótel

Almennar fréttir 02. maí 2021

Í dag opnar Rauði krossinn sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Verður það þriðja sóttkvíarhótelið í Reykjavík og það fjórða á landinu en fyrir hefur Rauði krossinn umsjón með sóttkvíarhótelum á Fosshótel Reykjavík, Hótel Storm og Hótel Hallormsstað.

Red cross on white background

Rauði krossinn og GRÓ LRT undirrita samstarfssamning

Almennar fréttir 30. apríl 2021

Fyrr í dag undirrituðu fulltrúar Rauða krossins á Íslandi og alþjóðlega landgræðsluskólans samstarfssamning. Með þessu er lagður grunnur að frekari samvinnu Rauða krossins og GRÓ LRT en samningurinn er um leið viljayfirlýsing á miðlun þekkingar og reynslu á milli aðilanna tveggja.

Red cross on white background

Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni

Almennar fréttir 29. apríl 2021

Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta), þingskjal 1193, 714. mál.

Red cross on white background

Krabbameinsfélagið gefur sokka til verkefna Rauða krossins

Almennar fréttir 28. apríl 2021

Rauði krossinn fékk í gær ríflega 500 sokkapör að gjöf frá Krabbameinsfélaginu. Sokkunum verður komið áfram til umsækjenda um alþjóðlega vernd, notenda Frú Ragnheiðar og gesta Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir.

Red cross on white background

Tombóla á Suðurnesjum

Almennar fréttir 23. apríl 2021

Á dögunum komu þær Anika Lára Danielsdóttir, Harpa Guðrún Birgisdóttir, Helena Svandís Ingólfsdóttir, Kamilla Magnúsdóttir og Margrét Viktoría Harðardóttir færandi hendi á skrifstofu Rauða krossins á Suðurnesjum.

Red cross on white background

Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda

Almennar fréttir 19. apríl 2021

Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024.

Red cross on white background

Rauði krossinn tók á móti gjafakortum frá starfsfólki Landspítalans

Almennar fréttir 14. apríl 2021

Starfsfólk Landspítalans gáfu Rauða krossinum nokkur sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Sketchers sem þau höfðu fengið í gjöf en vildu gefa áfram til fólks sem gæti nýtt sér þau.

Red cross on white background

Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands saman að teikniborðinu

Almennar fréttir 09. apríl 2021

Fulltrúar Rauða krossins (RKÍ) og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) leita nú í sameiningu leiða til að uppfylla nýja reglugerð um sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Snýr sú vinna einkum að því að tryggja gestum sóttkvíarhótela útivist án þess að skerða sóttvarnir.