Birting frétta
Ártal
Red cross on white background

Rauði krossinn fjölgar farsóttarhúsum vegna álags

Almennar fréttir 26. júlí 2021

Það er í nægu að snúast hjá Rauða krossinum þessa dagana. Sóttkvíarhótelum hefur verið fjölgað úr einu í tvö og farsóttarhúsum úr einu í þrjú en á þessari stundu veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins aðstoð og stuðning til um 200 einstaklinga í sóttkví og 130 einstaklinga í einangrun.

Red cross on white background

Vilt þú verða sendifulltrúi Rauða krossins?

Almennar fréttir 05. júlí 2021

Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT (International Mobilization and Preparation for Action) sem er forsenda þess að fá starf á vegum félagsins á alþjóðavettvangi.

Red cross on white background

Reykjavíkurborg tekur við rekstri Vinjar

Almennar fréttir 02. júlí 2021

Lyklaskipti urðu í gær þegar velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við rekstri dagsetursins Vin við Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu hefur rekið í nær 29 ár.

Red cross on white background

Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Akureyri

Almennar fréttir 01. júlí 2021

Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð og viðbragðshópur Rauða krossins á Norðurlandi kallaður út á þriðja tímanum í dag í kjölfar hópslyss á Akureyri. Þar hafði hoppukastali tekist á loft en fjöldi fólks var í kastalanum þegar atvikið átti sér stað.

Red cross on white background

Söfnuðu dósum og styrktu Rauða krossinn

Almennar fréttir 28. júní 2021

Þær Alicia Julia Kempisty og Arndís Edda Gottskálksdóttir söfnuðu dósum á Akureyri og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð.

Red cross on white background

Rauði krossinn stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp

Almennar fréttir 21. júní 2021

Leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp verður haldið dagana 25.-30. september 2021. Námskeiðið nær yfir sex heila daga og verður haldið á höfuðborgarsvæðinu.

Red cross on white background

Alþjóðadagur flóttafólks 2021: Saman sigrumst við á áskorunum

Almennar fréttir 20. júní 2021

Venjulegt fólk þarf að finna leiðir til að bjarga lífi sínu og sinna, komast í skjól, öryggi, komast á stað þar það getur treyst yfirvöldum og samfélaginu í kringum sig. \r\n 

Red cross on white background

Alþjóðadagur SÞ gegn kynferðisofbeldi í stríðsátökum

Almennar fréttir 19. júní 2021

Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur á sviði jafnréttismála, skrifar um kynferðisofbeldi í stríðsátökum.

Red cross on white background

Ársskýrsla Rauða krossins 2020

Almennar fréttir 09. júní 2021

Ársskýrsla Rauða krossins á Íslandi fyrir árið 2020 er komin út. Venju samkvæmt samanstendur skýrslan meðal annars af yfirliti yfir störf Rauða krossins á innlendum og erlendum vettvangi, lykiltölum frá rekstri félagsins og myndasyrpu. 

Red cross on white background

Seldu myndir og styrktu Rauða krossinn

Almennar fréttir 07. júní 2021

Vinkonurnar Bríet Svala Sölvadóttir og Brynhildur Ylfa Þóroddsdóttir teiknuðu myndir og seldu nágrönnum sínum. Þannig söfnuðu þær 3.783 krónum sem þær gáfu til Rauða krossins á Íslandi.

Red cross on white background

Heimir og Styrkár styrkja Rauða krossinn

Almennar fréttir 07. júní 2021

Vinirnir Heimir Halldórsson og Styrkár Bjarni Vignisson seldu heimabakaða pizzusnúða og smoothie fyrir utan Melabúðina. Með því móti söfnuðu þeir 4.290 krónum sem þeir gáfu til Rauða krossins. 

Red cross on white background

Hleypur Laugaveginn til styrktar Frú Ragnheiði

Almennar fréttir 04. júní 2021

Hörður Jónsson, sjálfboðaliði Frú Ragnheiðar tekur þátt í Laugavegshlapinu sem er haldið 18. júlí næstkomandi. Hann hleypur til styrktar Frú Ragnheiðar og hóf söfnun nýverið.

Red cross on white background

Ný bifreið Frú Ragnheiðar var vígð í gær

Almennar fréttir 03. júní 2021

Vígsla nýrrar bifreiðar Frú Ragnheiðar fór fram við Efstaleiti 9 í gær. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins sem hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu.

Red cross on white background

Söfnun fyrir Palestínu lokið

Almennar fréttir 02. júní 2021

Þann 11. maí sl. hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað söfnun fyrir íbúa Palestínu og er henni nú lokið. Alls söfnuðust tæplega 11 milljónir frá almenningi og deildum félagsins. 

Red cross on white background

Rauði krossinn stóð fyrir sálfélagalegum stuðningi fyrir fólk frá Palestínu

Almennar fréttir 26. maí 2021

Í gær bauð Rauði krossinn á Íslandi palestínsku flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd til stuðningsfundar. Fundurinn fór fram á arabísku en markmiðið var að gefa fólki færi á að ræða eigin líðan vegna stöðunnar í heimalandi sínu.

Red cross on white background

Rauði krossinn fagnar vopnahléi og sendir fjárstuðning\r\ntil Palestínu

Almennar fréttir 21. maí 2021

Eftir 11 daga af loftárásum og eldflaugasendingum náðist samkomulag um vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þessu fagnar Rauði krossinn á Íslandi af heilum hug enda ljóst að afleiðingar síðustu daga eru nú þegar miklar og verða langvinnar.

Red cross on white background

Róró færir Rauða krossinum Lúllu dúkkur að gjöf

Almennar fréttir 20. maí 2021

Á dögunum fékk Rauði krossinn 25 Lúllu dúkkur að gjöf. Dúkkurnar fara meðal annars í sérstaka ungbarnapakka sem Rauði krossinn gefur barnshafandi konum sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. 

Red cross on white background

Styrkur frá 10. bekk Tjarnarskóla

Almennar fréttir 17. maí 2021

Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs Rauða krossins með flóttafólki.