Birting frétta
Ártal

Afstaða Rauða krossins á Íslandi og Endurlífgunarráðs Íslands gagnvart sogtæki til að losa aðskotahlut í öndunarvegi

Almennar fréttir 04. apríl 2023

Rauði krossinn og Endurlífgunarráð mæla ekki með notkun á sogtæki við að reyna að losa aðskotahlut í öndunarvegi.

Neyðarvarnaþing Rauða krossins fór fram um helgina

Innanlandsstarf 29. mars 2023

Rauði krossinn hélt neyðarvarnaþing á laugardag, þar sem fulltrúar allra deilda komu saman til að meta getu innviða, Rauða krossins og samfélagsins í heild til að mæta alls kyns áföllum og hamförum.

Fjöldahjálparstöðvar á þremur stöðum á Austurlandi

Innanlandsstarf 27. mars 2023

Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöðvar í Neskaupstað og á Seyðisfirði og Eskifirði vegna snjóflóða og snjóflóðahættu.

Margir hafa týnt ástvinum vegna átaka í Úkraínu

Almennar fréttir 27. mars 2023

Fjölskyldusameiningar er eitt mikilvægasta verkefni Rauða krossins og fyrir ári setti hreyfingin upp sérstaka skrifstofu til að sinna þeim þúsundum fjölskyldna sem hafa týnt ástvinum vegna vopnaðra átaka í Úkraínu.

20 milljónir til Malaví vegna fellibylsins Freddy 

Alþjóðastarf 24. mars 2023

Rauði krossinn á Íslandi er að senda 20 milljón króna fjárstuðning til Malaví til að styðja við neyðarviðbragðið eftir að fellibylurinn Freddy olli gríðarlegu tjóni í suðurhluta landsins fyrr í mánuðinum.

Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar

Almennar fréttir 24. mars 2023

Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar var haldinn 9. mars og gekk afar vel. Ný stjórn deildarinnar þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.

Söfnuðu 50 þúsund fyrir Rauða krossinn

Almennar fréttir 17. mars 2023

Tvær stelpur söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn með kaffi- og kleinusölu í Langholtsskóla.

Framúrskarandi sjálfboðaliðar

Almennar fréttir 15. mars 2023

Sjálfboðaliðarnir Monika Emilsdóttir og Ragnar Kjartansson fengu viðurkenninguna Framúrskarandi sjálfboðaliðar á nýliðnum aðalfundi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu þann 9. mars.

Starf Rauða krossins kynnt fyrir öllum landsfélögum heims

Alþjóðastarf 08. mars 2023

Rauði krossinn á Íslandi kynnti í dag vinnu sína í þágu verndar, jafnréttis og þátttöku án aðgreiningar fyrir landsfélögum Rauða krossins um allan heim.

KPMG afhenti styrk til neyðarsöfnunar

Almennar fréttir 06. mars 2023

Fulltrúar KPMG komu í heimsókn og afhentu Rauða krossinum afraksturinn af söfnun þeirra.

Söfnuðu fyrir Rauða krossinn

Almennar fréttir 06. mars 2023

Þeir Arnar Freyr og Steingrímur gengu í hús og seldu heimagerðar perlur til styrktar Rauða krossinum.

Söfnuðu 51 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn

Almennar fréttir 03. mars 2023

Stelpur úr skátafélaginu Landnemar styrktu Rauða krossinn um 51 þúsund krónur eftir vel heppnaða fjáröflun.

28 milljónir til að mæta kóleru í Malaví

Alþjóðastarf 02. mars 2023

Utanríkisráðuneytið veitti Rauða krossinum 28 milljón króna framlag til að styðja baráttu gegn kólerufaraldri í Malaví.

KPMG styður neyðarsöfnun

Almennar fréttir 28. febrúar 2023

KPMG styrkti neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi með rúmlega 1,5 milljón króna framlagi.

Aðalfundur Rauða krossins á Vesturlandi

Innanlandsstarf 28. febrúar 2023

Aðalfundur Vesturlandsdeildar verður haldinn 9. mars.

Kvennadeild styrkti tómstundasjóð flóttabarna

Innanlandsstarf 27. febrúar 2023

Kvennadeild Rauða krossins styrkti sjóðinn um eina milljón króna.

Manngerðar þjáningar og saklaust fólk

Alþjóðastarf 24. febrúar 2023

Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi, fer yfir síðasta árið í Úkraínu og framlag Rauða krossins á Íslandi til að lina þjáningar þolenda átakanna.

Eitt af ár auknum átökum Rússlands og Úkraínu

Alþjóðastarf 24. febrúar 2023

Fyrir einu ári hófst nýr kafli í átökum Rússlands og Úkraínu. Þau vopnuðu átök sem hafa staðið yfir síðastliðið ár hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu og mannfalli. Rauði krossinn hefur reynt að lina þjáningar þolenda átakanna frá fyrsta degi.