
Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.

Þróunarsamvinna aldrei mikilvægari en nú
Almennar fréttir 28. mars 2025Bakslag í mannréttindum og minnkandi stuðningur við þróunarsamvinnu verður til umræðu á opnum fundi í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 1. apríl.

Efla seiglu með fræðslu og stuðningi
Innanlandsstarf 28. mars 2025Styrkur frá Rio Tinto hefur gert Rauða krossinum kleift að veita Grindvíkingum margvíslegan félagslegan stuðning á erfiðum tímum. Áfram verður haldið að styðja við þá og aðra íbúa á Suðurnesjum.

Vanlíðan spyr ekki hvað klukkan sé
Innanlandsstarf 25. mars 2025„Samtölin eru að þyngjast og fleiri þeirra taka lengri tíma en áður,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsímans 1717 sem Rauði krossinn rekur. Brýnt er að renna fleiri stoðum undir reksturinn svo halda megi þeirri lífsbjargandi þjónustu sem þar er veitt áfram allan sólarhringinn.

Skrifstofa Alþjóðaráðsins í Rafah skemmd
Alþjóðastarf 24. mars 2025„Átök á ný og ofbeldi fylla alla vonleysi,“ segir í nýrri yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum skal hjálparstarfsfólk, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir njóta sérstakrar verndar.

Nýir og rúmbetri sjúkrabílar á leiðinni
Almennar fréttir 24. mars 2025Rauðinn krossinn mun á næstu mánuðum taka við 25 nýjum sjúkrabílum. Um tvær týpur af bílum verður að ræða.

Breytingar á félagslegum stuðningi
Almennar fréttir 20. mars 2025Vinnumálastofnun og ráðuneyti félagsmála hafa ákveðið að endurnýja ekki samninga við Rauða krossinn sem lúta að félagslegum stuðningi við umsækjendur um vernd annars vegar og ráðgjafaþjónustu vegna fjölskyldusameininga hins vegar.

Engin mannúðaraðstoð til Gaza í 18 daga
Alþjóðastarf 19. mars 2025Ekkert eldsneyti, lækningavörur, lyf, matur, föt eða aðrar lífsnauðsynlegar bjargir hafa komist inn á Gaza eftir að landamærastöðvar lokuðust í byrjun mars.

Áskoranir og ánægjulegir áfangar hjá nýrri höfuðborgardeild
Almennar fréttir 19. mars 2025Margra forvitnilegra grasa kennir í fyrstu ársskýrslu nýrrar höfuðborgardeildar Rauða krossins. Risastór verkefni blöstu við í fyrra, m.a. opnun neyslurýmisins Ylju sem hefur verið mjög vel tekið.

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Alþjóðastarf 14. mars 2025Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gaza. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.

Rauði krossinn og utanríkisráðuneytið gera með sér samkomulag á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu
Alþjóðastarf 03. mars 2025Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað rammasamning um þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð fyrir 2025-2028. Samningurinn tryggir fyrirsjáanlega fjármögnun og skilvirkari aðstoð. Meðal verkefna sem njóta stuðnings eru fræðsla um kynbundið ofbeldi í Sómalíu, trjárækt í Síerra Leóne og uppbygging á viðbúnaði og viðnámsþrótti samfélaga í Malaví, auk neyðarviðbragða vegna átaka og náttúruhamfara.

Aðalfundur Rauða krossins í Vík
Almennar fréttir 26. febrúar 2025Aðalfundur Víkurdeildar Rauða krossins verður haldinn þriðjudaginn 4. mars kl 19:00 í Kjallaranum, Suður-Vík.

Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 12. febrúar 2025Aðalfundur höfuðborgardeildar Rauða krossins verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 17:00 í húsnæði Rauða krossins á Íslandi, Víkurhvarfi 1.