Héldu tombólu til að styrkja Rauða krossinn
Almennar fréttir 08. júlí 2024Vinirnir Haukur Leó Styrmisson og Angelo Snær Klemensson Semey héldu tombólu til að safna fyrir Rauða krossinn á Íslandi.
Tæplega 8.5 milljónir króna söfnuðust á Öll sem eitt tónleikunum
Innanlandsstarf 21. júní 2024Þann 7. maí síðastliðinn fóru samstöðutónleikarnir Öll sem eitt fram í Háskólabíó, en markmið tónleikanna var að sýna samstöðu með þolendum átakanna í Gaza og safna fé til að styrkja hjálparstarf þar. Á tónleikunum kom fram fjöldinn allur af frábæru íslensku tónlistarfólki fyrir framan fullan sal af gestum, en auk þessu gátu áhorfendur heima í stofu fylgst með tónleikunum í beinni útsendingu á Stöð 2.
Viðbrögð Rauða krossins á Íslandi vegna jarðhræringa við Grindavík
Innanlandsstarf 18. júní 2024Rauði krossinn hefur verið í samfelldum viðbrögðum frá því að Grindavíkurbær var rýmdur 10. nóvember.
Fyrsta skipti út fyrir höfuðborgina eftir tveggja ára búsetu
Almennar fréttir 10. júní 2024Tæplega 4000 manns hefur komið til Íslands frá Úkraínu síðan átök hófust þar í landi fyrir um tveimur árum. Meðal þeirra er stór, en oft ósýnilegur hópur eldri kvenna sem neyddust til að skilja allt eftir í heimalandinu. Hópur þessara kvenna hittist einu sinni í viku og prjónar saman í Hvítasunnukirkju Fíladelfía ásamt íslenskum konum.
Skráning á sumarnámskeið með Skátunum í boði Rauða krossins
Innanlandsstarf 30. maí 2024Hér má finna skráningarhlekki og upplýsingar á íslensku, ensku og pólsku fyrir sumarnámskeið hjá Skátunum. Þau eru í boði ókeypis fyrir börn sem bjuggu í Grindavík í nóvember 2023.
Frábær árangur af fyrstu heimsókn Tónlistarvinar
Innanlandsstarf 24. maí 2024Fyrsta heimsóknin í nýju félagslegu verkefni Rauða krossins, Tónlistarvinum, fór fram fyrir skömmu. Heimsóknin gekk vonum framar og það var augljóst hvað tónlistin hafði jákvæð áhrif.
Allar deildir höfuðborgarsvæðis sameinaðar
Innanlandsstarf 23. maí 2024Í gær fór fram stofnfundur nýrrar höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, sem sameinar krafta höfuðborgardeildar og deildarinnar sem áður sinnti Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
Stofnfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Innanlandsstarf 07. maí 2024Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu og Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi boða til stofnfundar nýrrar sameinaðrar deildar.
Vel heppnaður aðalfundur Rauða krossins um helgina
Almennar fréttir 07. maí 2024Rauði krossinn á Íslandi hélt aðalfund síðasta laugardag. Farið var yfir starf félagsins síðustu tvö ár, litið til framtíðar, lög endurskoðuð og nýir stjórnarmeðlimir kosnir.
Rauði krossinn hvetur til móttöku kvótaflóttafólks og lýsir áhyggjum af vaxandi útlendingaandúð
Almennar fréttir 04. maí 2024Rauði krossinn samþykkti tvær ályktanir á aðalfundi sínum fyrr í dag þar sem félagið skorar á stjórnvöld að standa við áform um að bjóða hingað kvótaflóttafólki og lýsir áhyggjum af vaxandi andúð í garð innflytjenda og flóttafólks.
Aðalfundur Rauða krossins næsta laugardag
Innanlandsstarf 29. apríl 2024Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi fer fram næsta laugardag, 4. maí.
Öflug skaðaminnkun en þörfin eykst stöðugt
Innanlandsstarf 22. apríl 2024Rauði krossinn opnar neyslurými á ný innan skamms. Þessi árangur næst í kjölfar öflugrar og árangursríkrar vinnu í þágu skaðaminnkunar hjá félaginu, en Hafrún Elísa Sigurðardóttir, teymisstýra í skaðaminnkun, segir að þörfin sé sífellt að aukast.
Rio Tinto styrkir Rauða krossinn um 208 milljónir vegna jarðhræringa við Grindavík
Innanlandsstarf 18. apríl 2024Rio Tinto hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi styrk að upphæð 208 milljónir króna, eða jafnvirði 1,5 milljónum dollara, til stuðnings samfélagsins sem hefur orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og eldgosa í og við Grindavík. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands.
Nýtt neyslurými opnað í Borgartúni: Stórt skref í skaðaminnkun
Almennar fréttir 12. apríl 2024Eftir langa bið er loksins að koma upp nýtt neyslurými sem staðsett verður í Borgartúni.
Aðalfundur Hafnafjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeildar
Almennar fréttir 14. mars 2024Aðalfundur Hafnafjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeildar var haldin í gær 13.mars og gekk fundur einkar vel. Það var fámennt á fundi en góðmennt og góðar umræður mynduðust um mikilvæg málefni sem snerta verkefni deildar og Rauða krossins í heild sinni.
Neyðarsöfnun fyrir Grindvíkinga lokið
Innanlandsstarf 12. mars 2024Rauði krossinn hefur lokið neyðarsöfnuninni fyrir íbúa Grindavíkur. Hægt er að sækja um fjárstuðning til 19. mars og síðasta úthlutun úr söfnuninni fer fram þann 20. mars. Alls hefur rúmlega 51 milljón kr. safnast.
Framúrskarandi sjálfboðaliðar heiðraðir
Innanlandsstarf 11. mars 2024Höfuðborgardeild Rauða krossins heiðraði þrjá sjálfboðaliða fyrir framúrskarandi framlag innan fjölbreyttra verkefna deildarinnar á aðalfundi sínum í síðustu viku.
Aðalfundur Rauða krossins
Almennar fréttir 05. mars 2024Rauði krossinn á Íslandi boðar til aðalfundar laugardaginn 4. maí 2024 nk. Fundurinn verður haldinn í Háteigi, á Grand Hótel, Sigtúni 28 í Reykjavík.