Birting frétta
Ártal

Rauði krossinn á Íslandi styrkir mannúðaraðstoð á Gaza 

Alþjóðastarf 20. desember 2023

Rauði krossinn á Íslandi hefur sent 75 milljónir króna til að styrkja mannúðaraðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins og palestínska Rauða hálfmánans á Gaza. 

Þörf á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza

Alþjóðastarf 08. desember 2023

Allir aðilar átakanna á Gaza verða að virða alþjóðleg mannúðarlög. Ef þau eru endurtekið virt að vettugi verður erfiðara að finna pólitíska lausn til að binda enda á þær hörmungar sem almennir borgarar á Gaza eru að upplifa.

Alþjóðaráð Rauða krossins sameinar fjölskyldur og flytur hjálpargögn

Alþjóðastarf 27. nóvember 2023

Alþjóðaráð Rauða krossins hóf nokkurra daga aðgerð síðasta föstudag sem gengur út á að styðja við lausn og flutning gísla sem voru í haldi Hamas á Gaza til Ísraels, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til Vesturbakkans. Um leið voru bráðnauðsynleg hjálpargögn flutt til Gaza.

30 milljónir til hjálparstarfs í Marokkó og Líbíu

Alþjóðastarf 26. október 2023

Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu í september síðastliðnum er lokið. Félagið sendir 30 milljónir kr. til að styðja við hjálpar- og mannúðarstörf.

Hjálpargögn bárust en duga skammt 

Alþjóðastarf 23. október 2023

Á síðustu dögum hefur Rauða kross hreyfingin meðal annars unnið að því að koma neyðaraðstoð til íbúa Gaza og flutt frelsaða gísla frá Gaza til Ísrael. Enn er þó gríðarleg neyð á Gaza og fjöldi fólks í gíslingu. Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi mun styrkja mannúðaraðstoð hreyfingarinnar. 

Söfnun vegna neyðar fyrir botni Miðjarðarhafs

Alþjóðastarf 18. október 2023

Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs og styrkja mannúðarstarf á svæðinu með neyðarsöfnun.

Ofbeldi í Ísrael og á hernumdu svæðunum veldur ICRC áhyggjum 

Alþjóðastarf 09. október 2023

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur miklar áhyggjur af ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs og áhrifum þess á almenna borgara. ICRC hefur starfað á svæðinu frá 1967 á ýmsan hátt og styður nú landsfélög sem eru að bregðast við ástandinu. 

Öflugt hjálparstarf í Marokkó en framtíðin ótrygg

Alþjóðastarf 29. september 2023

Rauði hálfmáninn í Marokkó hefur náð miklum árangri í hjálparstarfi sínu vegna jarðskjálftans sem varð þar fyrir þremur vikum, en það er mikil þörf á langtíma stuðningi á svæðunum sem urðu verst úti.

Enn hamfaraástand í Líbíu

Alþjóðastarf 27. september 2023

Líbíska þjóðin stendur enn frammi fyrir gríðarlegum áskorunum vegna hamfaranna sem fylgdu storminum Daníel fyrr í mánuðinum. Rauði krossinn hefur lagt sitt af mörkum til taka þátt í neyðarviðbragðinu. 

Hjálparstarf í fullum gangi í Marokkó og Líbíu

Alþjóðastarf 18. september 2023

Í Marokkó og Líbíu vinna landsfélög Rauða hálfmánans gríðarlega erfitt en mikilvægt hjálparstarf eftir hamfarirnar þar í landi og þetta starf þarfnast stuðnings erlendis frá.

Neyðarsöfnun fyrir Marokkó og Líbíu 

Alþjóðastarf 14. september 2023

Neyðarsöfnun vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu er hafin. Í gegnum hana getur almenningur styrkt viðbrögð landsfélaga Rauða hálfmánans í þessum löndum, en fulltrúar þeirra voru fyrstir á vettvang eftir báðar þessar hamfarir. 

Rauði hálfmáninn fyrstur á vettvang í Derna 

Alþjóðastarf 14. september 2023

Rauði hálfmáninn í Líbíu brást strax við vegna flóðsins í Derna sem kostaði þúsundir lífið og björgunaraðgerðir standa enn yfir, en aðstæður eru afar krefjandi og það er skortur á ýmsum nauðsynjavörum. 

Fyrstu viðbrögð hreyfingarinnar vegna hamfara í Marokkó

Alþjóðastarf 11. september 2023

Á föstudagskvöld varð öflugur jarðskjálfti í Marokkó sem kostaði þúsundir lífið og olli mikilli eyðileggingu. Rauði hálfmáninn hóf strax störf við að bregðast við þessum hörmungum.

Plantaði trjám og hugmyndum í Síerra Leóne

Alþjóðastarf 08. ágúst 2023

Karl Benediktsson lauk nýlega sendifulltrúaför til Síerra Leóne, þar sem hann vann að trjáræktarverkefni á vegum alþjóðasambands Rauða krossins. Hann segir mikilvægt að ráðast í aðgerðir vegna loftslagsbreytinga og að verkefnið hafa veitt honum dýrmæta reynslu.

Kynnist fólki og menningu alls staðar að

Alþjóðastarf 05. júlí 2023

Kolbrún Þorsteinsdóttir kom nýlega heim frá Suður-Súdan, þar sem hún var sendifulltrúi fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Þetta er hennar þriðja ferð sem sendifulltrúi og hún segir að það sem standi upp úr eftir slíkar ferðir sé alltaf fólkið sem hún fær að kynnast.

Lærði að ýmislegt sem hún taldi í lagi var það ekki

Alþjóðastarf 05. júní 2023

Yeimama Kallon frá Síerra Leóne útskrifaðist nýlega úr GEST, jafnréttisskóla GRÓ. Hún segir að námið hafa verið krefjandi og upplýsandi og muni hjálpa henni mikið við að styðja við jafnréttisverkefni í heimalandi sínu.

Slæmt ástand í Súdan eftir mánuð af átökum 

Alþjóðastarf 16. maí 2023

Nú er mánuður frá því að vopnuð átök brutust út í Súdan og ástandið á átakasvæðunum er mjög slæmt. Yfir 1000 sjálfboðaliðar Rauða krossins eru að störfum í landinu, en erfitt hefur reynst að koma hjálpargögnum til þolenda vegna ótryggs ástands.

46 milljónir til Tyrklands og Sýrlands vegna skjálftanna

Alþjóðastarf 05. maí 2023

Rauði krossinn á Íslandi sendir alls 46 milljónir króna til að styðja við hjálpar- og mannúðarstörf vegna mannskæðu jarðskjálftanna sem urðu í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir þremur mánuðum.