Neyðarsöfnun fyrir Afríku lokið
Alþjóðastarf 20. desember 2022Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna alvarlegs fæðuskorts í fjölda Afríkuríkja, fyrst og fremst á horni Afríku, er lokið.
Lokaákall til ríkisstjórna ESB um að setja mannúð í fyrsta sæti í löggjöf ESB um fólksflutninga og framkvæmd hennar
Alþjóðastarf 20. desember 2022Evrópuskrifstofa Rauða krossins skorar á ríkisstjórnir ESB að leggja áherslu á mannúð og gildi sambandsins á lokastigi viðræðna þess um sáttmála um fólksflutninga og hælisveitingar.
Mitt hlutverk er að koma fólki heilu í höfn
Alþjóðastarf 12. desember 2022Hjúkrunarfræðingurinn Hrönn Håkansson fer í dag til starfa á björgunarskipinu Ocean Viking, sem sinnir björgun bátaflóttafólks á Miðjarðarhafi. Hrönn er spennt fyrir verkefninu og líst ekki illa á að vera í vinnunni úti á Miðjarðarhafi yfir jólin.
Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna hungurs í Afríku
Alþjóðastarf 09. nóvember 2022Brýnt er að auka mannúðaraðstoð til að koma í veg fyrir hungursneyð og hjálpa samfélögum um alla Afríku að takast á við afleiðingar þurrka og hækkandi matvælaverðs sem orsakast af loftslagsbreytingum og vopnuðum átökum.
Á hverju ári hverfa þúsundir á leiðinni til Evrópu
Alþjóðastarf 30. ágúst 2022Á síðasta ári létust eða hurfu um 3300 manns sem freistuðu þess að leita skjóls í Evrópu. Í dag hefst herferðin #NoTraceOfYou til að vekja athygli á þessum harmleik og á vefsíðunni Trace The Face er reynt að bregðast við þessari skelfilegu þróun.
Eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að útrýma fátækt og hungri árið 2030 raunhæf?
Alþjóðastarf 24. ágúst 2022Alþjóða Rauða krossinn lýsti nýlega yfir rauðu neyðarstigi vegna alvarleika hungursins í Afríku, sem er það hæsta, svo ástandinu er nú veitt ýtrasta athygli.
Hungur í Sómalíu og framlag Rauða krossins
Alþjóðastarf 15. júlí 2022Rauði krossinn á Íslandi hefur með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina veitt rúmlega 28 milljónum íslenskra króna til mannúðaraðgerða í Sómalíu á árinu. Þessi fjárstuðningur kemur til viðbótar við sömu fjárhæð sem veitt var í aðgerðirnar í Sómalíu í lok árs 2021. Í þessum heimshluta, hið svokallaða horn Afríku ríkir nú mikil neyð og í Sómalíu einni eru 4.1 milljón einstaklingar í brýnni þörf fyrir fæðu, auk vatns og heilbrigðisaðstoðar.
Haraldur Logi sendifulltrúi við störf í Úkraínu
Alþjóðastarf 11. júlí 2022Í síðustu viku hélt Haraldur Logi Hringsson lögreglumaður til Úkraínu þar sem hann mun starfa með neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC) vegna aðgerðar í tengslum við átökin í Úkraínu. Þetta er fyrsta starfsferð Haraldar Loga fyrir Rauða krossinn á alþjóðavettvangi en hann hefur verið á viðbragðslista Rauða krossins á Íslandi í nokkur ár og hlotið viðeigandi þjálfun í tengslum við sína sérhæfingu innan Alþjóða Rauða krossins.
Brynja Dögg sendifulltrúi við störf í Póllandi
Alþjóðastarf 07. júlí 2022Brynja Dögg Friðriksdóttir fór til Póllands um miðjan júní til að starfa með neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC) vegna aðgerðar í tengslum við átökin í Úkraínu. Þetta er önnur starfsferð Brynju Daggar fyrir Rauða krossinn á alþjóðavettvangi. Í nóvember á síðasta ári var hún hluti af áhöfn björgunarskipsins Ocean Viking sem hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska á Miðjarðarhafi.
Jarðskjálfti í Afganistan
Alþjóðastarf 22. júní 2022Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru til staðar í Afganistan og sinna neyðarviðbrögðum á svæðinu þar sem mannskæður jarðskjálfti reið yfir í morgun.
Fundur með forsvarsfólki Rauða krossins í Úkraínu
Alþjóðastarf 06. maí 2022Í gær fundaði Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi, með framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Rauða krossins í Úkraínu. Fundurinn var liður í fimm daga vettvangsferð landsfélaga Rauða krossins sem styðja mannúðaraðgerðir á svæðinu, m.a. til að kanna hvernig landsfélögin geta betur stutt við systurfélag sitt í Úkraínu.
Sendifulltrúi til starfa í Úkraínu
Alþjóðastarf 28. apríl 2022Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili í gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu.
Björgunarskipið Ocean Viking bjargar fólki
Alþjóðastarf 27. apríl 2022Síðustu 48 tíma hefur björgunarskipið Ocean Viking bjargað 164 einstaklingum, þ.m.t. 2 konum, 47 fylgdarlausum börnum og 1 árs gömlu barni. Fólkið er nú í umsjá Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og SOS Mediterranee.
Peter Maurer í Moskvu
Alþjóðastarf 25. mars 2022Peter Maurer, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), lauk í gær tveggja daga heimsókn sinni til Moskvu þar sem hann hélt áfram samtali sínu við rússnesk yfirvöld um mikilvægi mannúðaraðstoðar.
Peter Maurer í Moskvu
Alþjóðastarf 23. mars 2022Peter Maurer, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, kom til Moskvu á miðvikudaginn til að halda áfram samræðum við rússnesk yfirvöld um mannúðaraðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins.
Marel styður við Rauða krossinn
Alþjóðastarf 22. mars 2022Marel hefur ákveðið að veita 250.000 evrur til mannúðarstarfs Rauða krossins í Úkraínu til að mæta þörfum almennra borgara sem þar þjást vegna vopnaðra átaka.
Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) fundar í Kænugarði
Alþjóðastarf 17. mars 2022Peter Maurer, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) er nú staddur í Kænugarði í fimm daga í þeim tilgangi að kalla eftir auknu aðgengi mannúðaraðstoðar og hvetja til þess að dregið verði úr þjáningu óbreyttra borgara og þeir verndaðir.
Rammasamningar undirritaðir
Alþjóðastarf 16. mars 2022Á mánudag skrifuðu Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra undir rammasamninga vegna verkefna Rauða krossins á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu.