Birting frétta
Ártal

Skrifstofa Alþjóðaráðsins í Rafah skemmd

Alþjóðastarf 24. mars 2025

β€žÁtök á ný og ofbeldi fylla alla vonleysi,β€œ segir í nýrri yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum skal hjálparstarfsfólk, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir njóta sérstakrar verndar.

Engin mannúðaraðstoð til Gaza í 18 daga

Alþjóðastarf 19. mars 2025

Ekkert eldsneyti, lækningavörur, lyf, matur, föt eða aðrar lífsnauðsynlegar bjargir hafa komist inn á Gaza eftir að landamærastöðvar lokuðust í byrjun mars.

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza

Alþjóðastarf 14. mars 2025

Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gaza. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. β€žEnn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,β€œ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Rauði krossinn og utanríkisráðuneytið gera með sér samkomulag á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu

Alþjóðastarf 03. mars 2025

Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað rammasamning um þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð fyrir 2025-2028. Samningurinn tryggir fyrirsjáanlega fjármögnun og skilvirkari aðstoð. Meðal verkefna sem njóta stuðnings eru fræðsla um kynbundið ofbeldi í Sómalíu, trjárækt í Síerra Leóne og uppbygging á viðbúnaði og viðnámsþrótti samfélaga í Malaví, auk neyðarviðbragða vegna átaka og náttúruhamfara.

Heitasta ósk allra að ástandið skáni

Alþjóðastarf 26. júlí 2024

Hólmfríður Garðarsdóttir kom nýlega heim eftir mjög krefjandi ferð sem sendifulltrúi til Gaza, þar sem hún starfaði á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins. Hólmfríður er þrautreyndur sendifulltrúi en upplifði einar verstu aðstæður ferils síns í ferðinni.

Sameiginlegt ákall til stjórnvalda vegna Gaza

Alþjóðastarf 23. febrúar 2024

Við sem veitum mannúðarsamtökum á Íslandi forystu köllum eftir sterkari viðbrögðum íslenskra stjórnvalda vegna átakanna á Gaza.

Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur snýr aftur frá Gaza

Alþjóðastarf 30. janúar 2024

Skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir hefur starfað fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins á European Gaza Hospital síðustu sex vikurnar, en er nú komin aftur til Íslands. 

Rauði krossinn á Íslandi styrkir mannúðaraðstoð á Gaza 

Alþjóðastarf 20. desember 2023

Rauði krossinn á Íslandi hefur sent 75 milljónir króna til að styrkja mannúðaraðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins og palestínska Rauða hálfmánans á Gaza. 

Þörf á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza

Alþjóðastarf 08. desember 2023

Allir aðilar átakanna á Gaza verða að virða alþjóðleg mannúðarlög. Ef þau eru endurtekið virt að vettugi verður erfiðara að finna pólitíska lausn til að binda enda á þær hörmungar sem almennir borgarar á Gaza eru að upplifa.

Alþjóðaráð Rauða krossins sameinar fjölskyldur og flytur hjálpargögn

Alþjóðastarf 27. nóvember 2023

Alþjóðaráð Rauða krossins hóf nokkurra daga aðgerð síðasta föstudag sem gengur út á að styðja við lausn og flutning gísla sem voru í haldi Hamas á Gaza til Ísraels, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til Vesturbakkans. Um leið voru bráðnauðsynleg hjálpargögn flutt til Gaza.

30 milljónir til hjálparstarfs í Marokkó og Líbíu

Alþjóðastarf 26. október 2023

Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu í september síðastliðnum er lokið. Félagið sendir 30 milljónir kr. til að styðja við hjálpar- og mannúðarstörf.

Hjálpargögn bárust en duga skammt 

Alþjóðastarf 23. október 2023

Á síðustu dögum hefur Rauða kross hreyfingin meðal annars unnið að því að koma neyðaraðstoð til íbúa Gaza og flutt frelsaða gísla frá Gaza til Ísrael. Enn er þó gríðarleg neyð á Gaza og fjöldi fólks í gíslingu. Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi mun styrkja mannúðaraðstoð hreyfingarinnar. 

Söfnun vegna neyðar fyrir botni Miðjarðarhafs

Alþjóðastarf 18. október 2023

Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs og styrkja mannúðarstarf á svæðinu með neyðarsöfnun.

Ofbeldi í Ísrael og á hernumdu svæðunum veldur ICRC áhyggjum 

Alþjóðastarf 09. október 2023

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur miklar áhyggjur af ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs og áhrifum þess á almenna borgara. ICRC hefur starfað á svæðinu frá 1967 á ýmsan hátt og styður nú landsfélög sem eru að bregðast við ástandinu. 

Öflugt hjálparstarf í Marokkó en framtíðin ótrygg

Alþjóðastarf 29. september 2023

Rauði hálfmáninn í Marokkó hefur náð miklum árangri í hjálparstarfi sínu vegna jarðskjálftans sem varð þar fyrir þremur vikum, en það er mikil þörf á langtíma stuðningi á svæðunum sem urðu verst úti.

Enn hamfaraástand í Líbíu

Alþjóðastarf 27. september 2023

Líbíska þjóðin stendur enn frammi fyrir gríðarlegum áskorunum vegna hamfaranna sem fylgdu storminum Daníel fyrr í mánuðinum. Rauði krossinn hefur lagt sitt af mörkum til taka þátt í neyðarviðbragðinu. 

Hjálparstarf í fullum gangi í Marokkó og Líbíu

Alþjóðastarf 18. september 2023

Í Marokkó og Líbíu vinna landsfélög Rauða hálfmánans gríðarlega erfitt en mikilvægt hjálparstarf eftir hamfarirnar þar í landi og þetta starf þarfnast stuðnings erlendis frá.

Neyðarsöfnun fyrir Marokkó og Líbíu 

Alþjóðastarf 14. september 2023

Neyðarsöfnun vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu er hafin. Í gegnum hana getur almenningur styrkt viðbrögð landsfélaga Rauða hálfmánans í þessum löndum, en fulltrúar þeirra voru fyrstir á vettvang eftir báðar þessar hamfarir.