Fyrirtæki
Styrktarleiðir fyrirtækja
Rauði krossinn á Íslandi leggur mikið uppúr samstarfi við einkaaðila og býður því upp á úrval styrktarleiða fyrir fyrirtæki sem vilja láta gott af sér leiða. Hægt er að styrkja í gegnum vörusamstarf eða herferð, með þátttöku í sjálfbærniverkefni Rauða krossins eða með stökum styrk.
Takk fyrir stuðninginn!
Við þökkum þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafa lagt okkur lið á liðnu ári innilega fyrir samstarfið
Styrktaraðilar 2021-2022
Sjálfbærnisamstarf
Okkar helstu styrktaraðilar og bakhjarlar eru þátttakendur í sjálfbærnisamstarfi okkar þar sem unnið er að verkefnum í tengslum við sérstök heimsmarkmið.

Vörusamstarf
Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að vinna herferð eða vöru í samvinnu við Rauða krossinn á Íslandi og styðja í leið verkefni sem rímar við hugmyndafræði fyrirtækisins?

Safnaðu með starfsfólki þínu
Hér getur þitt fyrirtæki stofnað söfnun og hvatt starfsfólk til að taka þátt. Saman safnið þið fyrir verkefni Rauða krossins af ykkar vali.

Stakur styrkur
Í Afríku sunnan Sahara standa tugmilljónir frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti og í Sómalíu er ástandið einna alvarlegast þar sem um 7 milljónir eru á barmi hungursneyðar verði ekkert að gert.
Taka þátt í neyðarsöfnun vegna þurrka víðsvegar í Afríku með stökum styrk
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja
Styrktaraðilar okkar stuðla að efnahagslegri, samfélagslegri, og umhverfislegri sjálfbærni í gegnum stuðning við margvísleg verkefni okkar sem tengjast öll Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna (SÞ).
Skattaafsláttur
Fyrirtæki geta fengið afslátt af framlagi sínu sem nemur allt að 1,5% af tekjuskattsstofni.