Sjálfbærnisamstarf Rauða krossins á Íslandi
Sjálfbærnisamstarf
Sjálfbærnisamstarf Rauða krossins er samvinnuvettvangur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að brúa bilið á milli þriðja geirans, stjórnvalda og fyrirtækja. Rauði krossinn er stærsta mannúðarhreyfing heims og við viljum nýta þá þekkingu sem hreyfingin býr yfir til þess að tengja fyrirtæki við áhrifarík verkefni.
Kynntu þér sjálfbæran fjármálaramma
Sjálfbærnisamstarfið er hannað með sjálfbæran fjármálaramma og gagnsæi að leiðarljósi. Stuðst er við alþjóðlega viðurkennda staðla og UFS-viðmið (umhverfis- félags- og stjórnunarþættir). Umgjörð samstarfsins gerir fyrirtækjum kleift að fylgjast með því hvernig framlag þeirra styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Kynntu þér styrkhæf verkefni
Verkefni sjálfbærnisamstarfsins sem hægt er að taka þátt í hafa verið sérvalin og greind út frá árangursvísum sem gefa til kynna hvaða áhrif þau hafa á heimsmarkmiðin.
Spurt og svarað
Rauði krossinn á Íslandi gerir samning við fyrirtæki, sveitarfélög eða einstaklinga á Íslandi um að fjármagna verkefni sem falla undir tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Verkefnin hafa einnig verið greind útfrá árangursvísum og gefin verður út árleg skýrsla um sjálfbærnisamstarfið til að tryggja gagnsæi og upplýsingagjöf til þeirra sem taka þátt.
Lista yfir styrkhæf verkefni og heimsmarkmið er að finna hér.
Fyrirtæki geta valið um leið A, B eða C:
A. Að beina fjármunum að heimsmarkmiðunum: Fyrirtæki geta valið eitt, fleiri eða öll heimsmarkmiðin.
B. Að beina fjármunum að erlendum verkefnum: Fyrirtæki geta valið, eitt, fleiri eða öll heimsmarkmið með styrkhæfum verkefnum, fyrir utan heimsmarkmið nr. 12
C. Að beina fjármunum að innlendum verkefnum: Fyrirtæki geta valið eitt, fleiri eða öll heimsmarkmið með styrkhæfum verkefnum, fyrir utan heimsmarkmið 2, 6, 7 og 15
Fyrirtæki sem vilja nýta stöðu sína og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið og/eða ákveðin heimsmarkmið. Almenningi og sveitarfélögum býðst einnig að taka þátt.
Mikil þörf er á samvinnu ólíkra aðila svo heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. Fyrirtæki gegna þar lykilhlutverki.
Þátttaka í verkefninu styrkir stefnu fyrirtækisins í samfélagsábyrgð og sýnir vilja fyrirtækisins til þess að stuðla að sjálfbærari framtíð fyrir okkur öll. Við fjármögnun og framkvæmd styrkhæfra verkefna er stuðst við sjálfbæran fjármálaramma og gagnsæi sett ofar öllu.
Sérfræðingar hjá Rauða krossins geta ráðlagt þínu fyrirtæki. Saman finnum við hvaða heimsmarkmið passa ykkar áherslum á sviði sjálfbærni eða finnum hvar neyðin er mest.
Kynntu þér fyrri samstörf
.
Marel
Heimsmarkmið 2, 9 & 12
Þáttaka Marel í sjálfbærnisamstarfi Rauða krossins snýr að heimsmarkmiðum 2: ekkert hungur, 9: nýsköpun og uppbygging og 12: ábyrg neysla og framleiðsla. Árið 2019 gerði Marel fjögurra ára samning við Rauða krossinn um stuðning Marel við langtímaverkefnið One WASH í Malaví, sem má lesa nánar um hér. Ári síðar kom Marel einnig inn með framlag sem var nýtt til að auka fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður Súdan. Hér má lesa nánar um það.
Coca-Cola European Partners Iceland
Heimsmarkmið 1, 3 & 4
Þátttaka Coca-Cola í sjálfbærnisamstarfinu snýr að stuðningi við innlend verkefni í tengslum við heimsmarkmið 1: engin fátækt, 3: heilsa og vellíðan og 4: menntun fyrir alla. Framlagið styður m.a. Hjálparsímann 1717, Tómstundasjóð flóttabarna og neyðarvarnir. Nánari upplýsingar má finna hér.
Íslandsbanki
Heimsmarkmið 4, 5 & 9
Þátttaka Íslandsbanka í sjálfbærnisamstarfinu snýr að heimsmarkmiðum 4: menntun fyrir alla, 5: jafnrétti kynjanna og 9: nýsköpun og uppbygging. Framlagið nýtist m.a. til að stuðla að auknu fjármálalæsi og rekstrarþekkingu kvenna og ungmenna í Malaví. Hér má lesa nánar um samstarfið.
Taka þátt í sjálfbærnisamstarfi Rauða krossins á Íslandi
Sé áhugi fyrir þátttöku í sjálfbærnisamstarfi Rauða krossins er best að hefja samtalið með tölvupósti.