Vefnámskeið í skyndihjálp
Vefnámskeið Rauða krossins í skyndihjálp eru opin öllum þeim sem langar að fræðast um skyndihjálp. Vefnámskeiðin sem eru í boði er Vefnámskeið í skyndihjálp og Skyndihjálp og naloxone.
Til þess að fá aðgang að vefnámskeiðunum þarf að skrá sig inn á fræðsluvettvanginn Learning Platform - sjá leiðbeiningar hér.
Smelltu hérAthugið að það er nauðsynlegt að skrá inn kennitölu á Learning Platform til þess að námskeiðið birtist inn á Mínar síður.
Vefnámskeið í skyndihjálp
Vefnámskeiðið Skyndihjálp er ætlað öllum, 14 ára eða eldri, sem vilja geta borið kennsl á og brugðist við í neyðartilfellum og veitt skyndihjálp.
Þátttakendur munu fá tækifæri til að öðlast þekkingu og öryggi til að veita skyndihjálp, ásamt því að ákveða hvort þurfi að virkja viðbragðskeðjuna og fá frekari aðstoð.
Vefnámskeiðið veitir þátttakendum grunnþekkingu á skyndihjálp og er opið öllum.
Vefnámskeiðið tekur að jafnaði tvær til þrjár klukkustundir en námskeiðsframvindan rennur út á þremur tímum sem eru tímamörkin til að taka allt námskeiðið.
Hægt er að taka vefnámskeiðið eitt og sér en til þess að fá útgefið skírteini í Skyndihjálp: 4 klukkustundir þarf að sækja námskeiðið Skyndihjálp 2 klst - verkleg þjálfun eftir vefnámskeið. Mælt er með því að það sé ekki tekið seinna en átta vikum eftir að vefnámskeið er klárað.
Skírteini fyrir námskeiðið Skyndihjálp: 4 klukkustundir er gilt í tvö ár frá útgáfudegi. Rauði krossinn mælir með endurmenntun annað hvert ár.
Sjá upplýsingar um Skyndihjálp 2 klst – verkleg þjálfun eftir vefnámskeið í námskeiðslýsingum.
Námskeiðið er aðgengilegt hér.
Vefnámskeið í Skyndihjálp og naloxone
Vefnámskeiðið Skyndihjálp og naloxone er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp lykilhugtökin skaðaminnkunar og skyndihjálpar ef grunur er um ofskömmtun ópíóíða.
Þátttakendur munu fá tækifæri til að öðlast þekkingu á skaðaminnkun og þekkingu, hæfni og öryggi til að veita skyndihjálp ef grunur er á ofskömmtun ópíóíða, ásamt því að ákveða hvort þurfi að virkja viðbragðskeðjuna og fá frekariaðstoð.
Vefnámskeiðið er samstarfsverkefni Rauða krossins og Heilbrigðisráðuneytisins og er opið öllum.
Vefnámskeiðið tekur að jafnaði 60 mínútur en námskeiðsframvindan rennur út á þremur tímum sem eru tímamörkin til að taka allt námskeiðið.
Hægt er að taka vefnámskeiðið eitt og sér en til þess að fá útgefið skírteini í Skyndihjálp og naloxone þarf að sækja námskeiðið Skyndihjálp og naloxone -verklegt eftir vefnámskeið. Mælt er með því að það sé ekki tekið seinna en átta vikum eftir að vefnámskeið er klárað.
Skírteini fyrir námskeiðið Skyndihjálp og naloxone er gilt í tvö ár frá útgáfudegi. Rauði krossinn mælir með endurmenntun annað hvert ár.
Sjá upplýsingar um Skyndihjálp og naloxone – verklegt eftir vefnámskeið í námskeiðslýsingum.
Námskeiðið er aðgengilegt hér.