Skyndihjálp 4 klst
Námskeiðið Skyndihjálp: 4 klukkustundir er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar.
Þátttakendur munu fá tækifæri til að öðlast þekkingu, hæfni og öryggi til að veita slösuðum eða bráðveikum skyndihjálp ásamt því að ákveða hvort þurfi að virkja viðbragðskeðjuna og fá frekari aðstoð.
Þátttakendur sem sitja námskeiðið fá útgefið eftirfarandi skírteini: Skyndihjálp: 4 klukkustundir og er það gilt í tvö ár frá útgáfudegi. Rauði krossinn mælir með endurmenntun annað hvert ár.
Athugið að þeir þátttakendur sem sitja námskeiðið vegna endurnýjunar skírteinis fyrir námskeiðið Skyndihjálp: 12 klukkustundir fá endurútgefið skírteini og er það gilt í tvö ár frá útgáfudegi.
Frekari upplýsingar
Staðarnámskeið Rauða krossins: 13.200 kr.
Vinnustaðarnámskeið - sjá verðskrá (hlekkur)
Athugið að stéttarfélög bjóða félagsfólki upp á starfsmenntunarstyrki og fyrirtæki sem greiða iðgjald í starfsmenntunarsjóði/setur geta sótt um fræðslustyrki fyrir starfsfólk sitt.
15 – 20 þátttakendur
Einn leiðbeinandi
Farið er eftir viðurkenndum gæðaviðmiðum Rauða krossins í hámarksfjölda þátttakenda á leiðbeinanda.
Hlutverk og ábyrgð leiðbeinenda gagnvart þátttakendum er að tryggja öryggi, velferð og líðan þeirra á meðan á námskeiðinu stendur yfir.
- Öryggi, skoðun og mat
- Kynning á sálrænni fyrstu hjálp
- Endurlífgun og notkun hjartastuðtækis
- Aðskotahlutur í hálsi
- Bráð veikindi
- Slys og áverkar
Til þess að fá útgefið skírteini í Skyndihjálp 4 klst þurfa þátttakendur að sitja allt námskeiðið og sýna fram á virka þátttöku í öllum þáttum námskeiðsins.
Kennsluaðferðir námskeiðs eru fyrirlestrar, umræður og spurningar, sýnikennsla, verklegar æfingar og tilfellaæfingar.
Við lok námskeiðs eiga þátttakendur að hafa öðlast þekkingu, hæfni og öryggi í skyndihjálp, en það felst í því að þátttakendur:
- Sýni fram á þekkingu og hæfni við að tryggja öryggi á vettvangi, meta aðstæður og framkvæma skoðun og mat.
- Geta ákveðið hvenær eigi að virkja viðbragðskeðjuna, með því að hringja í 112, til að fá frekari aðstoð.
- Geti borið kennsl á og veitt sálræna fyrstu hjálp vegna áfalla.
- Sýni fram á þekkingu, leikni og hæfni í endurlífgun, með hjartahnoði, öndunarblástrum og notkun á hjartastuðtæki.
- Sýni fram á leikni og hæfni í teymisvinnu í endurlífgun.
- Geti borið kennsl á og veitt viðeigandi skyndihjálp vegna slysa og áverka.
- Geti borið kennsl á og veitt viðeigandi skyndihjálp vegna bráðra veikinda.
- Geti borið kennsl á og veitt viðeigandi skyndihjálp vegna aðskotahlutar í hálsi.