Skyndihjálparkynning
Skyndihjálparkynning Rauða krossins er ætlað öllum vinnustöðum. fyrirtækjum og stofnunum, auk annarra hópa, sem vilja kynnast skyndihjálp og grunnverkfærum hennar.
Fyrirkomulag kynningar:
Á kynningunni fá þátttakendur innsýn inn í starf Rauða krossins í skyndihjálp og mikilvægi útbreiðslu hennar.
Þátttakendur munu einnig fá þekkingu og færni á grunnverkfærum skyndihjálpar og fá tækifæri til að þjálfa sig í lífsbjargandi skyndihjálp sem endurlífgun er.
Skyndihjálparkynning Rauða krossins er frábær viðbót við starfsdaginn eða sem hluti af hópefli vinnustaðarins.
Frekari upplýsingar
- Rauði krossinn og útbreiðsla skyndihjálpar
- Skyndihjálparkeðjan
- Grunnverkfæri skyndihjálpar
- Endurlífgun
- Sýnikennsla og verkleg færni æfð
Hámarksfjöldi
30 - 60 manns
Lengd
45 - 60 mínútur
47.500 krónur
Athugið að stéttarfélög bjóða félagsfólki upp á starfsmenntunarstyrki og fyrirtæki sem greiða iðgjald í starfsmenntunarsjóði/setur geta sótt um fræðslustyrki fyrir starfsfólk sitt.