Endurlífgun með hjartastuðtæki
Námskeiðið Endurlífgun með hjartastuðtæki er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og fá þjálfun í endurlífgun með hjartastuðtæki
Þátttakendur munu fá tækifæri til að öðlast þekkingu, hæfni og öryggi til að veita skyndihjálp í endurlífgun, virkja viðbragðskeðjuna og nota hjartastuðtæki.
Þínar hendur geta bjargað lífi !
Frekari upplýsingar
Vinnustaðarnámskeið - 96.000 sjá verðskrá (hlekkur)
Athugið að stéttarfélög bjóða félagsfólki upp á starfsmenntunarstyrki og fyrirtæki sem greiða iðgjald í starfsmenntunarsjóði/- setur geta sótt um fræðslustyrki fyrir starfsfólk sitt.
Hámarksfjöldi:
15 – 20 þátttakendur
Einn leiðbeinandi
Farið er eftir viðurkenndum gæðaviðmiðum Rauða krossins í hámarksfjölda þátttakenda á leiðbeinanda.
Hlutverk og ábyrgð leiðbeinenda gagnvart þátttakendum er að tryggja öryggi, velferð og líðan þeirra á meðan á námskeiðinu stendur yfir.
Lengd:
2 klst
- Rauði krossinn og útbreiðsla skyndihjálpar
- Skyndihjálparkeðjan
- Grunnverkfæri skyndihjálpar
- Endurlífgun
- Sýnikennsla og verkleg færni og tilfellaæfingar