Sálræn fyrsta hjálp
Hvað er sálræn fyrsta hjálp?
Sálræn fyrst hjálp (SFH) er aðferð til að styðja við fólk í uppnámi og þannig aðstoða það við að ná ró og stjórn á aðstæðum. Að læra SFH getur hjálpað þér að vera til staðar og bregðast við þegar fólk þarf á stuðningi að halda.
Sálræn fyrsta hjálp er tilfinningalegur og hagnýtur stuðningur þar sem virkri hlustun er beitt og nærgætni. SFH er hvorki ráðgjöf né meðferð. Sálræn fyrsta hjálp getur gagnast þeim sem eru í uppnámi til að takast á við eðlilegar tilfinningar í aðstæðunum, stuðlað að heilbrigðum bjargráðum auk þess að stuðla að öryggi og von.
Hver geta veitt sálræna fyrstu hjálp og hvaða hæfni þarf til þess?
Öll þau sem hafa rétta þjálfun, hæfni og stuðning geta veitt SFH. Mörg búa yfir kostum til að vera til staðar fyrir aðra svo sem að vera góðir hlustendur og geta aðstoðað án þess að dæma. Aðra hæfni er hægt að læra á námskeiðum, leiðsögn og með æfingu.