Skírteini
Að loknu námskeiði er hægt að nálgast skírteini á mínum síðum.
Mikilvægt er að þátttakendur sem starfa sem laugarverðir á sund og baðstöðum sendi skírteini á sinn yfirmann/vinnustað.
Gildistími skírteina
Gildistími skírteina er mismunandi eftir starfinu sem viðkomandi sinnir.

Til að viðhalda réttindum þurfa þátttakendur að sækja endurmenntunarnámskeið og standast hæfnismat áður en skírteini rennur út. 30 daga frestur er gefinn sitthvoru megin við daginn sem skírteinið rennur út.
Ef réttindi eru útrunnin lengur en í 6 mánuði þarf að sitja grunnnámskeið í Öryggi og björgun til að öðlast réttindi á ný ásamt að standast hæfnismat samkvæmt reglugerð.
Fari starfsmaður í fæðingarorlof eða veikindaleyfi þarf viðkomandi ekki að sitja grunnnámskeið, en þarf að sitja endurmenntunar námskeið.