Grunnnámskeið - Hluti 2 Skyndihjálp, björgun og hæfnismat
Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem ætla sér að starfa á sund - og baðstöðum sem almenningur hefur aðgang að.
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu, leikni og hæfni sem þeir munu síðan geta nýtt sér til að:
- Fyrirbyggja, bera kennsl á og bregðst við neyðartilfellum í og við vatn.
- Veita faglega aðstoð í neyðartilvikum slysa eða bráðra veikinda þar til viðbragðsaðilar mæta á vettvang og taka við aðstæðum.
Hæfnispróf samkvæmt viðauka III í reglugerð um hollustuhætti á sund - og baðstöðum fer fram á námskeiðinu og ætlað þeim þátttakendum sem þurfa að standast hæfnispróf árlega samkvæmt reglugerð.
Forkröfur
Til þess að fá að sitja grunnnámskeið í Öryggi og björgun þarf að:
- Hafa náð 18 ára aldri.
- Vera syndur/synd.
- Hafa kynnt sér lesefni námskeiðsins.
Lengd námskeiðs
12 - 14 klukkustundir
Skyndihjálp og björgun 10-12 klukkustundir.
Hæfnispróf: 2 klukkustundir.
Kennsluefni
Öryggishandbók sund - og baðstaða
Skírteini
Hægt er að nálgast skírteini á mínum síðum.
Þátttakendur sem standast Grunnnámskeið - hluti 1 og 2 í Öryggi og björgun fá útgefið eftirfarandi skírteini: Öryggi og björgun: Laugarvörður og er það gilt í eitt ár frá útgáfudegi.
Þátttakendur sem standast Grunnnámskeið - hluti 2 í Öryggi og björgun fá útgefið eftirfarandi skírteini: Öryggi og björgun: Aðrir +/- hæfnispróf.
Til að viðhalda réttindum þurfa þátttakendur að sækja endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf áður en skírteini rennur út. 30 daga frestur er gefinn sitthvoru megin við daginn sem skírteinið rennur út.
Ef réttindi eru útrunnin lengur en í 6 mánuði þarf að sitja grunnnámskeið í Öryggi og björgun til að öðlast réttindi á ný, og standast hæfnispróf samkvæmt reglugerð.
Námskeiðslýsing
Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem ætla sér að starfa á sund - og baðstöðum sem almenningur hefur aðgang að. Námskeiðið er byggt á kennsluefni frá Ameríska Rauða krossinum.
Námskeiðið er viðurkennt af Umhverfisstofnun og er samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund - og baðstöðum.
Fyrirkomulag námskeiðs
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu, leikni og hæfni sem þeir munu síðan geta nýtt sér til að:
- Fyrirbyggja, bera kennsl á og bregðast við neyðartilfellum í og við vatn
- Veita faglega aðstoð í neyðartilvikum slysa eða bráðra veikinda þar til viðbragðsaðilar mæta á vettvang og taka við aðstæðum
Hæfnispróf samkvæmt viðauka III í reglugerð um hollustuhætti á sund - og baðstöðum fer fram á námskeiðinu og ætlað þeim þátttakendum sem þurfa að standast hæfnispróf árlega samkvæmt reglugerð.
Forkröfur
Til þess að fá að sitja grunnnámskeið í Öryggi og björgun þarf að:
- Hafa náð 18 ára aldri
- Vera syndur/synd/synt
- Hafa kynnt sér lesefni námskeiðsins
Lengd námskeiðs
12 - 14 klukkustundir.
Skyndihjálp og björgun: 10-12 klukkustundir.
Hæfnispróf: 2 klukkustundir.
Hámarksfjöldi
12 þátttakendur.
Námskeið með 13 eða fleiri þátttakendum krefst þess að leiðbeinendur séu tveir, aldrei geta þó verið fleiri en 24 þátttakendur á sama námskeiði.
Kennsluefni
Öryggishandbók sund - og baðstaða
Skilyrði fyrir útgáfu skírteinis
Til þess að fá útgefið skírteini í Öryggi og björgun: Aðrir +/- hæfnispróf þurfa þátttakendur að:
- Sitja allt námskeiðið og sýna fram á virka þátttöku í öllum þáttum námskeiðsins
- Umræðum, spurningum og vinnustofum
- Verklegum æfingum og tilfellaæfingum
- Standast hæfnispróf (eingöngu þeir sem starfa í vatni og þurfa að standast hæfnispróf samkvæmt reglugerð)
Skírteini
Þátttakendur sem standast grunnnámskeið í Öryggi og björgun fá útgefið eftirfarandi skírteini: Öryggi og björgun: Aðrir +/- hæfnispróf.
Til að viðhalda réttindum þurfa þátttakendur að sækja endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf áður en skírteini rennur út. 30 daga frestur er gefinn sitthvoru megin við daginn sem skírteinið rennur út.
Ef réttindi eru útrunnin lengur en í 6 mánuði þarf að sitja grunnnámskeið í Öryggi og björgun til að öðlast réttindi á ný, og standast hæfnispróf samkvæmt reglugerð.
Leiðbeinandi
Til að leiðbeina á námskeiðum Rauða krossins og Umhverfisstofnunar í Öryggi og björgun þarf leiðbeinandi að vera með gilt leiðbeinendaskírteini í Öryggi og björgun: viðbótarréttindi.
[11:27 AM] Hildur Vattnes Kristjánsdóttir
Námsmarkmið
Á meðan á námskeiðinu stendur þurfa þátttakendur að sýna fram á þekkingu, leikni og hæfni á fjórum megin þáttum:
- Aðstoð við björgun í vatni og úr vatni
- Endurlífgun eftir drukknun fyrir fullorðna, börn og ungabörn
- Teymisvinnu í viðbragði og björgun
Við lok námskeiðs eiga þátttakendur að búa yfir þekkingu, leikni og hæfni í Öryggi og björgun.
Það felst í því að þátttakendur sýni fram á:
- fagmennsku í starfi sem starfsmaður á sund - og baðstöðum og hafi skilning á mikilvægi drukknunarforvarna
- leikni við að aðstoða laugarverði við björgun laugargesti í vatni, nálægt yfirborði vatns eða undir yfirborði á öruggan og skilvirkan hátt
- leikni við að aðstoða laugarverði að bjarga upp úr vatni á öruggan og skilvirkan hátt.
- leikni við að aðstoða laugarverði í björgun ef grunur er um hrygg - og hálsáverka, á öruggan og skilvirkan hátt
- þekkingu, leikni og hæfni í endurlífgun, með hjartahnoði, öndunarblástrum með blástursmaska og notkun á hjartastuðtæki (AED)
- leikni og hæfni í teymisvinnu í endurlífgun
- þekkingu, leikni og hæfni við að vinna í teymi í virkjun neyðaráætlunar og geti framkvæmt mat og skoðun á aðstæðum og ástandi og veitt viðeigandi björgun og skyndihjálp
Að þátttakendur geti:
- borið kennsl á hegðun sundmanneskju í vandræðum, í virkri drukknun og óvirkri drukknun
- borið kennsl á og veitt viðeigandi skyndihjálp vegna bráðra veikinda eða slysa laugargesta