Grunnnámskeið - Hluti 1 Laugarvörður
Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem ætla sér að starfa sem laugarverðir á sund - og baðstöðum sem almenningur hefur aðgang að, námskeiðið er fyrri hluti grunnnámskeiðs.
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu, leikni og hæfni í hlutverki sínu, skyldum og ábyrgð sem laugarvörður. Einnig mun það veita þátttakendum þekkingu, leikni og hæfni sem þeir munu síðan geta nýtt sér til að:
- Fyrirbyggja, bera kennsl á og bregðast við neyðartilfellum í og við vatn.
- Veita faglega aðstoð í neyðartilvikum slysa eða bráðra veikinda þar til viðbragðsaðilar mæta á vettvang og taka við aðstæðum.
Forkröfur
Til þess að fá að sitja grunnnámskeið í Öryggi og björgun þarf að:
- Hafa náð 18 ára aldri.
- Vera syndur/synd.
- Hafa kynnt sér lesefni námskeiðsins.
Lengd námskeiðs
6 klukkustundir
Kennsluefni
Laugarvörður - efni frá Rauða krossinum.
Öryggishandbók sund - og baðstaða
Námskeiðið er bæði kennt rafrænt gegnum Teams og á staðnum sé þess óskað.
Mælst er með því að þátttakendur taki þátt í umræðum og hafi myndavél kveikta meðan á námskeiði stendur sé námskeiðið kennt rafrænt.