Endurmenntun
Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem ætla sér að starfa áfram á sund - og baðstöðum sem almenningur hefur aðgang að.
Markmið endurmenntunarnámskeiðsins er að veita þátttakendum, sem eru með gild skírteini í Öryggi og björgun, tækifæri til upprifjunar á helstu viðfangsefnum Öryggi og björgunar með áherslu á verklega færni og tilfellaæfingar.
Hæfnispróf samkvæmt viðauka III í reglugerð um hollustuhætti á sund - og baðstöðum fer fram á námskeiðinu en þátttakendur þurfa að árlega að standast hæfnispróf til að hafa réttindi til að starfa sem laugarvörður.
Forkröfur
Til þess að fá að sitja endurmenntunarnámskeið í Öryggi og björgun þarf að:
- Vera með gilt skírteini í Öryggi og björgun.
- Hafa náð 18 ára aldri.
- Vera syndur/synd.
- Hafa kynnt sér lesefni námskeiðsins.
Lengd námskeiðs
8 klukkustundir
Skyndihjálp og björgun: 6 klukkustundir.
Hæfnispróf: 2 klukkustundir.
Kennsluefni
Laugarvörðurinn - efni frá Rauða krossinum.
Öryggishandbók sund - og baðstaða
Skírteini
Hægt er að nálgast skírteini á mínum síðum.
Þátttakendur sem áður hafa staðist Grunnnámskeið - hluti 1 og 2 í Öryggi og björgun fá útgefið eftirfarandi skírteini: Öryggi og björgun: Laugarvörður og er það gilt í eitt ár frá útgáfudegi.
Þátttakendur sem áður hafa staðist Grunnnámskeið - hluti 2 í Öryggi og björgun fá útgefið eftirfarandi skírteini: Öryggi og björgun: Aðrir +/- hæfnispróf.
Til að viðhalda réttindum þurfa þátttakendur að sækja endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf áður en skírteini rennur út. 30 daga frestur er gefinn sitthvoru megin við daginn sem skírteinið rennur út.
Ef réttindi eru útrunnin lengur en í 6 mánuði þarf að sitja grunnnámskeið í Öryggi og björgun til að öðlast réttindi á ný, og standast hæfnispróf samkvæmt reglugerð.
Fari starfsmaður í fæðingarorlof eða veikindaleyfi þarf viðkomandi ekki að sitja grunnnámskeið, en þarf að sitja endurmenntunar námskeið.
