Upplýsingar fyrir Grindvíkinga
Hér eru gagnlegar upplýsingar fyrir Grindvíkinga
Líðan og bjargráð í náttúruvá | Well-being and coping in the case of natural disaster
Hér má finna upplýsingar um hvernig er best að bregðast við þeim erfiðu aðstæðum sem Grindvíkingar standa nú frammi fyrir | Here you can find information regarding how to react to the difficult situation the residents of Grindavík are now facing
Hér geta Grindvíkingar sem vantar húsnæði skráð sig | Residents of Grindavík who are in need of accomodation can register here
Ef þú ert Grindvíkingur sem vill óska eftir húsnæði geturðu gert það með því að smella á þennan hlekk. | If you are a resident of Grindavík looking for accomodation you can apply here.
Mikilvægt
Fylgið alltaf uppgefnum fyrirmælum almannavarna. Ef spurningar koma upp, sjáið algengar spurningar hér fyrir neðan eða hafið samband við 1717 í gegnum síma eða netspjall.
Algengar spurningar og svör um rýmingar og fjöldahjálparstöðvar
Ef þú ætlar í fjöldahjálparstöð þá fer fram skráning þar. Ef þú ætlar að dvelja annarsstaðar á meðan á rýmingu stendur, skaltu tilkynna þig og aðra sem þú ert að rýma með til 1717.
Nei. Skrá þarf alla sem eru að rýma, bæði börn og fullorðna.
Já. Allir sem hafa búsetu eða dvelja á rýmingasvæði þurfa að láta vita hvar þeir muni dvelja meðan á rýmingu stendur.
Já. Hægt er að hringja í 1717 og upplýsa um dvalarstað.
Já. Það þarf að skrá alla sem eru að rýma svæðið.
Já það má. Mikilvægt er að hafa búr meðferðis.
Tilkynnið að þörf sé á aðstoð við að komast út af svæðinu til næstu lögreglustöðvar eða fjöldahjálparstöðvar.
Nei, ekki á meðan það er utan rýmingasvæðis og símanúmer hafi fylgt með skráningu í upphafi.
Nei, það þarf ekki að tilkynna ef búið er að aflétta rýmingum.
Hafa þarf samband við lögreglu til að fá leyfi til að nálgast nauðsynjar.
Læknavakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og í Reykjavík getur hjálpað Grindvíkingum að endurnýja lyfseðla. Einnig er hægt að hringja í HSS í s. 4220500 eða 5131700, þar verður tekið við skilaboðum frá Grindvíkingum sem geta þá fengið endurnýjaða lyfseðla.
Í tilkynningum frá lögreglu og almannavarnadeild eru gefin upp þau heimilisföng sem eru á rýmingarsvæði. Ef þitt er ekki þar á meðal þá þarf ekki að rýma. Ekki er hægt að tryggja að sms berist eingöngu á ákveðnar götur og eru send til upplýsingar til íbúa um rýmingar.
Ekki er hægt að tryggja að SMS berist til allra svo fylgið fyrirmælum/tilkynningum sem koma frá lögreglu og almannavörnum.
Það er ekki þörf fyrir fleira fólk i fjöldahjálparstöðvarnar, þar eru þjálfaðir sjálfboðaliðar að störfum. Þau sem hafa áhuga á að leggja okkur lið í framtíðarverkefnum geta skráð sig sem sjálfboðaliðar hér og þá verður ef til vill haft samband síðar: https://www.raudikrossinn.is/sjalfbodastorf/umsokn-um-sjalfbodastarf/
Við erum mjög þakklát fyrir hve margir vilja hjálpa og koma með ýmsa muni í fjöldahjálparstöðvarnar, en það er ekki þörf fyrir neitt meira í fjöldahjálparstöðvarnar núna.
Ef þú vilt styðja við aðgerðir Rauða krossins er best að gera það með því að skrá sig sem Mannvinur hér: https://www.raudikrossinn.is/styrkja/mannvinir/
Það er best að koma með slíkt í fatasöfnunargáma Rauða krossins. Hér má finna staðsetningar þeirra:
https://www.raudikrossinn.is/verkefni/innanlandsverkefni/fataverkefni-og-endurnyting/fatasofnun/
Jarðhræringar á Reykjanesi
Hér má sjá rýmingaráætlun fyrir Grindavík.