Viðbragðshópur
Viðbragðshópur Rauða krossins veitir þolendum húsbruna, hópslysa og annarra alvarlegra atburða sálrænan stuðning, tryggir að grunnþarfir séu veittar, svo sem fæði, klæði og húsaskjól og stýrir aðgerðum Rauða krossins á vettvangi. Sjálfboðaliðar skipta með sér bakvöktum allan sólarhringinn.
Hópurinn er mannaður sjálfboðaliðum með fjölbreyttan bakgrunn sem eiga það sammerkt að hafa þekkingu og reynslu af sálrænum stuðningi í gegnum menntun, reynslu og störf. Allir sjálfboðaliðar hljóta jafnframt þjálfun í sálrænum stuðningi, neyðarviðbrögðum og skyndihjálp hjá Rauða krossinum, helst áður en þeir hefja störf í hópnum.
Viltu verða sjálfboðaliði í viðbragðshópi?
Við leitum að sjálfboðaliðum 25 ára og eldri sem hafa þekkingu og reynslu af sálrænum stuðningi
