
Viðlagakassinn er hugsaður fyrir helstu nauðsynjar sem þú og fjölskylda þín þurfið til að komast af á heimilinu í að minnsta kosti 3 daga verði til dæmis bæði vatns- og rafmagnslaust.
Viðlagakassinn

- Vatn
- Dósamatur
- Þurrmatur
- Kerti
- Eldspýtur
- Dósaopnari
- Teppi
- Reiðufé
- Hreinlætisvörur
- Tannbursti
- Tannkrem
- Sápa
- Dömubindi
- Bleyjur
- Blautklútar
- Salernispappír
- Lyf
- Skyndihjálpartaska
- Fjölnota verkfæri
- Viðgerðarlímband
- Prímus eða gasgrill
- Gaskútur
- Vasaljós
- Rafhlöður
- Útvarp
- Hleðslubanki
- Hleðslutæki
- Listi yfir mikilvæg símanúmer
- Vegabréf og aðrir verðmætir pappírar sem ekki er hægt að fá endurútgefna.
Við þurfum ekki að setja þetta allt í kassann.
Margt af þessu eins og matur og vatn þarf bara að vera tiltækt á heimilinu. En við getum verið með ákveðna hluti í viðlagakassanum eins og:
- Útvarp
- Rafhlöður
- Kerti
- Eldspýtur
- Prímus og gas
- Vasaljós
- Viðgerðarlímband
- Fjölnota verkfæri
- Lista yfir mikilvæg símanúmer
- Skyndihjálpartösku
Ekki gleyma gæludýrunum, þau þurfa líka mat fyrir 3 daga, búr og lyf.
Það er gott að pakka tímanlega í viðlagakassann, þetta er eitthvað sem fjölskyldan getur gert saman.

Vatn
Það er mikilvægt að eiga nóg af vatni. Mælt er með 3 lítrum á hverja manneskju á dag. Vatn geymist í 1 ár í lofttæmdum umbúðum. Mikilvægt er að fylgjast með vatnsbirgðum og endurnýja ef þörf er á. Einnig þarf að huga að vatni til að nota í klósettið til að sturta niður og vökva blóm til dæmis
Ljós
Vasaljós og batterí. Ekki hafa batteríin í vasaljósinu. Geymdu þau sér og endurnýjaðu reglulega. Líka gott að eiga kerti og eldspýtur/kveikjara.
Reiðufé
Sú staða getur komið upp að greiðslukort og hraðbankar virki ekki í neyðarástandi. Þess vegna er gott að geyma reiðufé á góðum stað. Vera með nægt reiðufé fyrir fjölskylduna sem dugir í a.m.k. 3 daga.
Matur
Við þurfum að huga að mat fyrir alla á heimilinu, stóra sem smáa og það á líka við um dýrin. Dósamatur og þurrmeti með gott geymsluþol eins og t.d pasta, núðlur o.fl kemur að góðum notum í rafmagnsleysi. Vera með dósaopnara tiltækan.
Gaseldunartæki
Prímus, gashella eða grill gagnast okkur vel í rafmagnsleysi. Pössum að eiga slíkt og nóg af gasi.
Útvarp
Útvarp sem gengur fyrir rafhlöðum eða upptrekkjanlegt nauðsynlegt að eiga. Það gæti orðið okkar besti vinur í rafmagnsleysi sem upplýsingatæki og afþreying. Munum eftir rafhlöðum fyrir útvarpið.
Lyf
Bæði þeim sem tekin eru daglega og verkjatöflum.
Hreinlætisvörur
Tannburstar, tannkrem, klósettpappír, bleyjur, tíðarvörur, blautklútar, pokar fyrir persónulegt hreinlæti, sápur og sjámpó.
Hleðslutæki
Fátt er leiðinlegra en batteríslaus sími og í neyðarástandi er nauðsynlegt að geta hlaðið símann. Þess vegna þurfum við að hafa hleðslutæki tiltæk og hleðslubanki kemur sér einnig vel ef rafmagnið er farið.
Skyndihjálpartaska
Öll þurfum við að eiga skyndihjálpartösku, eða sjúkrakassa.
Fjölnotaverkfæri/viðgerðarlímband
Gott að hafa verkfæri og gott límband til taks til að sinna minni háttar viðgerðum, t.d. í óveðri
Gæludýr
Það þarf líka að huga að blessuðum dýrunum Þau þurfa líka mat og vatn og muna eftir búri ef rýma þarf heimilið og fara í fjöldahjálparstöð.
Pappírar og skjöl
Vegabréf og ökuskírteini þurfum við að passa vel uppá og eins ef það eru einhver mikilvæg skjöl á heimilinu sem þarf að passa. Hugum að því. Mest af þessu er rafrænt en ekki allt.
Mikilvæg verðmæti
Á heimilum okkar er yfirleitt eitthvað sem er verðmætt eða hefur mikið tilfinningalegt gildi. Við erum ekki að setja þessa hluti í kassa en það er gott að gera lista yfir það sem við viljum bjarga ef kemur til rýmingar. Þetta geta verið ljósmyndir, ættargripir eða önnur verðmæti sem ekki fást bætt.
Börn
Leyfum börnunum að taka þátt í þessum undibúningi. Þau hafa sínar þarfir. Spyrjum þau hvað þau myndu taka með sér ef til rýmingar kemur.
