
Hversu vel þekkir þú nágranna þína ?
Tekur þú þátt í félagslífi í þínu nærumhverfi ?
Er húsfélagið þitt með neyðaráætlun ?
Það er mikilvægt að tengjast fólki í nærumhverfinu eins og til dæmis nágrönnum. Því betur sem við erum tengd öðru fólki í kringum okkur því auðveldara er að hjálpast að komi upp neyðarástand. Mundu að fyrsta utanaðkomandi hjálpin sem þú færð er líklegast frá nágrönnum.

Einhvern sem þú getur talað við
Einhvern sem býr í nágrenninu
Einhvern sem getur komið til þín og hjálpað
Yfirleitt eru það nágrannar eða fjölskylda og vinir sem geta veitt skyndihjálp í neyðarástandi. Þess vegna er mikilvægt að ákveða að minnsta kosti þrjár manneskjur sem þú getur haft samband við komi upp neyðarástand.