
Ef rýma þarf heimilið:
Komi til rýmingar er mikilvægt að þau sem búa á heimilinu séu búin að ákveða söfnunarsvæði þar sem þið getið hist ef þið verðið aðskilin.
- Staður fyrir utan húsið (bílastæði, við póstkassa eða annað)
- Staður utan hverfisins
- Staður þar sem þið getið gist
Einn mesti streituvaldurinn komi upp neyðarástand er aðskilnaður við okkar nánustu. Þess vegna er mikilvægt að vera með fyrirfram ákveðna staði þar sem þið getið komið saman. Fjölskyldan gæti til dæmis verið á ólíkum stöðum, í vinnu eða skóla, þegar neyðarástand skapast.
Bensínlaus

Hafa ber í huga að best er að fá ráðleggingar frá tryggingasala varðandi tjón í náttúruhamförum.
- Líf og sjúkdómatrygging
- Bílatrygging
- Innbústrygging
- Tekjutrygging
Það er mikilvægt að vera með allar tryggingar á hreinu og spyrja sig að þessum 3 mikilvægu spurningum:
Þarftu að bæta einhverju við til að tryggja fjárhagslegt öryggi þitt og fjölskyldu þinnar ef þið lendið í tjóni ?
Er ég með reiðufé klárt ef bankakerfið hrynur ?
Er ég með varasjóð ?

- Vegabréf
- Ökuskírteini
- Fæðingarvottorð
- Hjúskaparvottorð
- Lyfseðlar
Það er mikilvægt að passa uppá að mikilvæg skjöl séu geymd á öruggum stað. Sem betur fer eru mörg þessara skjala í rafrænu formi en það er gott að hafa þetta í huga, t.d ef rafmagnið fer í lengri tíma.

Það þarf líka að huga að dýrunum fyrir þá sem eru með gæludýr. Það þarf að huga að mat og fleiru sem dýrin þarfnast.
Fólk sem hefur þurft að rýma heimili sitt hefur lagt sig í hættu við að fara aftur heim til að bjarga dýrunum.
Ef þið þurfið að dvelja í fjöldahjálparstöð er mikilvægt að vera með búr fyrir dýrin.

Ef það eru lítil börn eða ungabörn á heimilinu er nauðsynlegt að huga að þeirra þörfum næstu dagana. Hafðu þetta í huga þegar þú pakkar í viðlagakassann.
Ef rýma þarf heimilið:
Fjöldahjálparstöðvar eru ekki alltaf með það sem þarf eins og bleyjur, þurrmjólk og annað.
Ef barnið þitt er með fæðuofnæmi er nauðsynlegt að huga að því. Það er ekki víst að fjöldahjálpastöðvar hafi allt sem til þarf ef barnið er á sérstöku fæði.
Munið að grípa með uppáhaldsleikföng barnanna komi til rýmingar.

Ef rýma þarf heimilið:
Flest eigum við einhverja hluti sem eru okkur verðmætir, fjárhagslega eða tilfinningalega. Hugum að því að hafa þessa hluti aðgengilega og auðvelt að taka með komi til rýmingar.
Það er gott að gera lista yfir þessa hluti vegna þess að í óreiðunni sem getur skapast er hætta á að eitthvað gleymist. Fjölskyldan gæti farið yfir þetta í sameiningu þannig að hver og einn geti tekið ábyrgð á sínu.
Gott er að vera með tilbúinn kassa til að setja verðmæti í komi til rýmingar.