
Ef rafmagnið fer er skynsamlegt að taka úr sambandi viðkvæm tæki eins og t.d. sjónvörp, tölvur, heitan pott og annan rafeindastýrðan búnað. Passa að slökkt sé á eldavél, þvottavélum og bökunarofni
Vera með tiltækt vasaljós og höfuðljós (viðlagakassinn)
Það eru ýmsar leiðir sem hægt er að nota í eldamennsku í rafmagnsleysi. Prímus, grill og önnur eldunartæki sem ekki ganga fyrir rafmagni koma hér að gagni.
Rafmagnslaust

Ef vatnið fer er mikilvægt að eiga vatn til drykkjar og matargerðar.
Gott er að reikna með 3 llítrum af vatni á mann daglega.
Farðu sparlega með vatn.
Fáið ráð frá veitufyrirtækum varðandi inntak og annað sem gæti skemmst.
Vatnslaust

Ef netið dettur út er ekki hægt að nota greiðslukort. Þá er gott að eiga reiðufé sem hægt er að grípa í.