
- Hugsaðu um hvaða þættir myndu valda þér miklu álagi eða ótta eins og til dæmis aðskilnaður frá fjölskyldu, hávaði í veðri, jarðskjálftar eða annað.
- Vertu klár á því hver viðbrögð þín gætu orðið undir slíku álagi. Hvernig tekstu á við óvænt atvik, álag, streitu og ótta?
- Hugsaðu um hvernig þú tekst almennt á við aukið álag, streitu og ótta? Þekkirðu leiðir og aðferðir við að takast á við streitu og ótta og ná jafnvægi?
Neyðarástand getur verið mjög streituvaldandi. Til að lágmarka streitu er mikilvægt að vera andlega undirbúin og þekkja eigin viðbrögð og vera meðvituð um þau verkfæri sem við höfum til að takast á við streituna. Þannig tökum við réttari og yfirvegaðri ákvarðanir ef hætta steðjar að. Þessi aðferð er þekkt hjá íþróttafólki til að ná betri árangri.
Rafmagnslaust

- Eldsvoði
- Vatnsflóð
- Snjóflóð
- Aurskriður
- Óveður
- Jarðskjálftar
- Eldgos
- Rafmagnsleysi
- Ófærð
- Annað ?

- Fylgjast með fjölmiðlum / útvarpi
- Hjálparsími Rauða krossins - 1717
- Vegagerðin - 1777
- ATH Neyðarlínan - 112 er einungis fyrir neyðartilvik EKKI TIL UPPLÝSINGA
Vertu einnig með símanúmer hjá þeim sem þú getur hringt í þurfir þú aðstoð. Þetta geta verið vinir, ættingjar eða nágrannar.

Andleg og líkamleg viðbrögð fólks við áföllum geta verið mismundandi og geta þau stjórnast af tegund áfallsins og hvernig okkur gengur að takast á við það.
Í kjölfar hamfara eða neyðarástands geta sótt á okkur alls kyns óþægilegar hugsanir og tilfinningar og hegðun okkar getur breyst.
Áfallið hefur bæði líkamlegar og andlegar afleiðingar sem eru eðlilegar í óeðlilegum aðstæðum.
Dæmi um afleiðingar áfalla:
- Svenleysi
- Höfuðverkur
- Vöðvaspenna og verkir
- Hraður hjartsláttur
- Ógleði
- Kvíði
- Slæm einbeiting
- Samviskubit
- Leiði
- Reiði
- Óþægilegar minningar
- Forðun ( Forðumst að ræða atvikið )
Sum upplifa að verða dofin eða finna ekki fyrir neinu, og eiga erfitt með að taka daglegar ákvarðanir og einangra sig jafnvel. Stundum eykst áfengis og lyfjaneysla í kjölfar áfalls.
Það gæti hjálpað að:
- halda daglegri rútínu og gera það sem veitir ánægju
- borða hollan mat, reglulegur svefn og hreyfing
- þiggja aðstoð
- leyfa þér að líða stundum illa og syrgja
- taka eitt skref í einu
- leita ekki í áfengi og lyf
Börn bregðast öðruvísi við áföllum og missi en fullorðnir. Líðan þeirra getur sveiflast og breyst skyndilega úr því að vera sorgmædd yfir í að þau fara að leika sér og hafa gaman.
Viðbrögð barna:
- Þau geta orðið árásargjörn gagnvart ummönnunaraðilum og öðrum börnum
- Þau sækja gjarnan mikið í ummönnunaraðila
- Aðskilnaðarkvíði
- Fara í ungbarnahegðun eins og að sjúga á sér þumalinn, væta rúmið eða geta ekki sofið ein