
Það er mikilvægt að öll heimili landsins geti komist af í að minnsta kosti 3 daga ef neyðarástand skapast
Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar. Við þurfum að búa okkur undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti 3 daga.
Með því að geta bjargað okkur sjálf í einhverja daga léttum við álag á viðbragðsaðilum sem geta þá sinnt þeim sem eru verr stödd og það verður jafnframt auðveldara að takast á við stöðuna.
Vatnslaust
