Fatasöfnun
Vilt þú gefa Rauða krossinum fötin sem þú notar ekki lengur?
Nú tekur Fatasöfnun Rauða krossins aðeins við heilum og hreinum textíl, skóm og fylgihlutum til endursölu og neyðaraðstoðar.
Endurskipulagning á textílsöfnunarkerfi stendur yfir en á meðan eru söfnunarkassar staðsettir við flokkunarstöðina í Skútuvogi 1c (jarðhæð) og við skrifstofur Rauða krossins í Efstaleiti 9. Einnig er velkomið að koma í Skútuvogi 1c á opnunartíma frá 9-15 mán til fim og 9-14 fös þar sem starfsfólk tekur á móti framlögum.
Fleiri staðsetningar á söfnunarkössum verða tilkynntar síðar.
Fatasöfnun Rauði krossinn hefur um langt árabil verið leiðandi í söfnun á notuðum textíl til endurnýtingar innanlands og útflutnings á því sem ekki er nýtt hér á landi.
Sú breyting varð 1. janúar 2025 að útflutningur á notuðum textíl færðist yfir til Sorpu. Rauði krossinn mun halda áfram að safna textíl til endursölu og neyðaraðstoðar innanlands.
Rauði krossinn mun áfram reka verslanir víða um land og halda áfram að vera mikilvægur hlekkur í endurnýtingu á textíl, og safna um leið fé til mannúarverkefna Rauða krossins.

Fatagáma Rauða krossins má finna á endurvinnslustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu auk grenndargáma á nokkrum stöðum. Þá má finna gáma merkta Rauða krossinum vítt og breitt um landið.
Hvar eru fatagámar Rauða krossins?
Ánanaustum, Reykjavík Jafnaseli, Reykjavík Sævarhöfða, Reykjavík Blíðubakka, Mosfellsbæ Dalvegi, Kópavogi Breiðhellu, Hafnarfirði
103- Efstaleiti 9 við landsskrifstofu Rauða krossins
104- Skútuvogur 1c - við fataflokkun Rauða krossins
- Akranes, Höfðasel 16
- Akranes, Vesturgata 62
- Akureyri, Viðjulundur 2
- Árnes
- Blönduós, Heilbrigðisstofnun Blönduóss
- Borðeyri
- Borgarnes, Borgarbraut 4 og Sólbakka
- Breiðdalsvík
- Búðardalur
- Dalvík
- Djúpivogur, húsnæði Rauða krossins
- Egilsstaðir, við Tjarnarás
- Eskifjörður
- Fáskrúðsfjörður, Grímseyri 9
- Flúðir
- Grindavík, Hafnargata 13
- Grímsnes
- Hella
- Hvammstangi, Strandgötu 1
- Hveragerði, Gámastöðin
- Hvolsvöllur, við Húsasmiðjuna, Dufþaksbraut 10
- Húsavík, Vallholtsvegi 8
- Keflavík, Smiðjuvellir 8
- Kirkjubæjarklaustur
- Kópasker, Bakkagata 6
- Laugarvatn
- Neskaupsstaður, móttaka hjá Flytjanda
- Ólafsfjörður, Gámasvæðið, opið á opnunartíma
- Ólafsvík
- Patreksfjörður, Bjarkargata 11
- Raufarhöfn, Aðalbraut 23
- Reyðarfjörður
- Reykholt, Biskupstungur
- Sauðárkrókur
- Seyðisfjörður, við hús Austfars
- Siglufjörður, Vetrarbraut 14
- Skagaströnd
- Skeið
- Skógar
- Stykkishólmur
- Stöðvarfjörður, Fjarðarbraut 48
- Súðavík, Víkurbúðin Grundarstræti 3
- Súgandafjarðardeild, Skólagata 2
- Vestmannaeyjar, afgreiðsla Eimskips/Flytjanda
- Vík
- Vopnafjörður, Hafnarbyggð 1, opið 10-12 og 13-14
- Þingeyri, Stefánsbúð
- Þingeyjarsveit, Dalakofinn
- Þorlákshöfn
- Þórshöfn
Fatasöfnun Rauða krossins er staðsett að Skútuvogi 1, Reykjavík, sími 570-4000
