Fatasöfnun
Með því að gefa textíl til Rauða krossins styður þú við mikilvæg mannúðarverkefni bæði hér heima og erlendis og stuðlar að umhverfisvernd í formi endurnýtingar.
Fatasöfnun Rauða krossins er mikilvægur hlekkur í endurnýtingu á textíl á Íslandi. Árið 2021 söfnuðust 2.300 tonn af textíl. Hluti af fötunum eru nýtt innanlands og annað hvort seld í Rauðakrossbúðunum eða gefin til flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd, en það sem ekki er nýtt innanlands er selt í flokkunar- og endurvinnslustöðvar í Evrópu.
Stærstu samstarfsaðilar Rauða krossins eru Sorpa hf. og Eimskip/Flytjandi. Á höfuðborgarsvæðinu er Rauði krossinn í samstarfi við Sorpu um söfnun á fatnaði og eru söfnunargámar á öllum endurvinnslustöðum Sorpu. Eimskip flytur fatagáma félagsins milli landshluta og til útlanda á góðum kjörum. Um er að ræða mikilvægan styrk til fatasöfnunarverkefnis Rauða krossins.
Fatagáma Rauða krossins má finna á endurvinnslustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu auk grenndargáma á nokkrum stöðum. Þá má finna gáma merkta Rauða krossinum vítt og breitt um landið.
Hvar eru fatagámar Rauða krossins?
Ánanaustum, Reykjavík Jafnaseli, Reykjavík Sævarhöfða, Reykjavík Blíðubakka, Mosfellsbæ Dalvegi, Kópavogi Breiðhellu, Hafnarfirði
103- Efstaleiti 9 við landsskrifstofu Rauða krossins
104- Skútuvogur 1c - við fataflokkun Rauða krossins
- Akranes, Höfðasel 16
- Akranes, Vesturgata 62
- Akureyri, Viðjulundur 2
- Árnes
- Blönduós, Heilbrigðisstofnun Blönduóss
- Borðeyri
- Borgarnes, Borgarbraut 4 og Sólbakka
- Breiðdalsvík
- Búðardalur
- Dalvík
- Djúpivogur, húsnæði Rauða krossins
- Egilsstaðir, við Tjarnarás
- Eskifjörður
- Fáskrúðsfjörður, Grímseyri 9
- Flúðir
- Grindavík, Hafnargata 13
- Grímsnes
- Hella
- Hvammstangi, Strandgötu 1
- Hveragerði, Gámastöðin
- Hvolsvöllur, við Húsasmiðjuna, Dufþaksbraut 10
- Húsavík, Vallholtsvegi 8
- Keflavík, Smiðjuvellir 8
- Kirkjubæjarklaustur
- Kópasker, Bakkagata 6
- Laugarvatn
- Neskaupsstaður, móttaka hjá Flytjanda
- Ólafsfjörður, Gámasvæðið, opið á opnunartíma
- Ólafsvík
- Patreksfjörður, Bjarkargata 11
- Raufarhöfn, Aðalbraut 23
- Reyðarfjörður
- Reykholt, Biskupstungur
- Sauðárkrókur
- Seyðisfjörður, við hús Austfars
- Siglufjörður, Vetrarbraut 14
- Skagaströnd
- Skeið
- Skógar
- Stykkishólmur
- Stöðvarfjörður, Fjarðarbraut 48
- Súðavík, Víkurbúðin Grundarstræti 3
- Súgandafjarðardeild, Skólagata 2
- Vestmannaeyjar, afgreiðsla Eimskips/Flytjanda
- Vík
- Vopnafjörður, Hafnarbyggð 1, opið 10-12 og 13-14
- Þingeyri, Stefánsbúð
- Þingeyjarsveit, Dalakofinn
- Þorlákshöfn
- Þórshöfn