Við erum hreyfiafl jákvæðra breytinga
Rauði krossinn á Íslandi samþykkti á aðalfundi sínum 23. maí 2020 nýja stefnu til grundvallar starfsemi félagsins til ársins 2030. Stefnan er unnin í samræmi við sameiginlega stefnu landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem samþykkt var á aðalfundi Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem haldinn var í Genf í desember 2019. Við beinum sjónum okkar að fimm megináskorunum sem blasa við heiminum á næstu árum og áratugum. Við tökumst á við afleiðingar þeirra og vinnum að þremur megin markmiðum. Stefnuna má lesa í heild sinni hér.


Markmið 1
Fólk er búið undir krísur og hamfarir, getur brugðist við þeim og eflst í kjölfar þeirra.

Markmið 2
Fólk býr við öryggi, heilbrigði og mannsæmandi skilyrði og hefur tækifæri til að dafna.

Markmið 3
Fólk vinnur að opnu, fjölbreyttu og friðsælu samfélagi