Stefnur og lög
Traust og ábyrgð eru grundvöllur alls mannúðarstarfs og starf Rauða krossins á Íslandi byggir á trausti -samfélagsins og einstaklinganna sem við þjónustum, bakhjarlanna og samstarfsaðilanna, og innan félags- svo hægt sé að sinna þeim fjölmörgu mikilvægu verkefnum sem koma upp.
Til hliðar er að finna helstu stefnur, lög og regluverk er gilda um starfsemi Rauða krossins á Íslandi. Rauði krossinn fylgir einnig regluverkum alþjóðasambandsins og heitum sem lesa má hér.
Við erum fyrst og fremst ábyrg gagnvart:
- Samfélögunum og einstaklingunum sem við þjónustum
- Sjálfboðaliðum og starfsfólki
- Bakhjörlum og Mannvinum
Gæðaviðmið í mannúðarstarfi
Fólk og samfélög í neyð
- Geta sótt rétt sinn og tekið þátt í ákvörðunum
- Fá tímanlega og skilvirka aðstoð
- Eru betur undirbúin fyrir krísur og búa yfir meiri seiglu
- Fá þjónustu sem veldur hvorki fólki né umhverfi skaða
- Geta með öruggum hætti sent inn ábendingar og kvartanir
- Hafa aðgang að samhæfðri og samþættri þjónustu
- Fá þjónustu sem byggir á stöðugum umbótum í samræmi við endurgjöf
- Eiga í samskiptum við starfsfólk og sjálfboðaliða sem endurspegla virðingu og hæfni
- Mega gera ráð fyrir að aðföngum sé stýrt með ábyrgum og siðlegum hætti
