Staðsetning
Háahlíð 9, 105 Reykjavík
Tími
18:00 - 21:00
Leiðbeinandi
Þorsteinn Valdimarsson
Námskeiðið byggir á þjálfun Rauða krossins fyrir sjálfboðaliða í sálfélagslegum stuðningi í verkefnum með flóttafólki. Námskeiðið er hugsað fyrir skátaforingja sem hafa áhuga á málefninu og starfi með hópnum.
Námskeiðið er kennt á íslensku.
Þetta námskeiðið er fyrir þá sem vilja gerast sjálfboðaliðar í skátastarfi með flóttafólki og byggir á grunnþjálfun Rauða krossins fyrir nýja sjálfboðaliða. Á námskeiðinu verður rætt um aðstæður, bakgrunn og algengar áskoranir flóttafólks.
Sálfélagslegur stuðningur mætir félags- og sálrænum þörfum fólks - t.d. þörf fyrir virka hlustun, þörf fyrir félagslegar tengingar og þörf fyrir að tjá tilfinningar sínar. Á námskeiðinu fá sjálfboðaliðar tól til að styrkja hæfni sína og þekkingu til að veita flóttafólki slíkan stuðning. Sálfélagslegur stuðingur er einnig hjálplegur í daglegu lífi með fjölskyldu og vinum.
Kenndar verða aðferðir sálrænnar fyrstu hjálpar til að styðja við fólk í uppnámi og aðstoða það við að ná ró og stjórn á aðstæðum. Þessi færni getur hjálpað þátttakendum að vera til staðar og bregðast við þegar fólk þarf á stuðningi að halda.
Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur öðlist:
· þekkingu á stöðu flóttafólks og algengum áskorunum þeirra,
· þekkingu á sálfélagslegum stuðningi og viti hvað það er og hvað ekki
· frekari þekkingu á viðbrögðum fólks í vanlíðan
· skilning á þremur lykilþáttum „Horfa, Hlusta og Tengja“
· færni í að veita sálræna fyrstu hjálp
· skilning á flóknum aðstæðum og viðbrögðum
· veri meðvitað um mikilvægi þess að huga einnig að sjálfum sér þegar aðstoða þarf aðra
Athugið að forsenda fyrir námskeiðinu er að þátttaka sé næg.
Tímasetning: Miðvikudagur, 12. febrúar, frá 18:00-21:00
Staðsetning: Háahlíð 9, 105 Reykjavík
Kennari: Þorsteinn Valdimarsson, verkefnastjóri RKÍ
Tungumál: Íslenska
Matur: Boðið verður upp á léttan kvöldverð á námskeiðinu.
Aðgengi og sérstakar þarfir: Hafið samband við kennara (thorsteinn@redcross.is) ef þú ert með séróskir varðandi aðgengi eða aðrar sérstakar þarfir.