Staðsetning
Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur
Tími
17:00 - 22:00
Leiðbeinandi
Þórdís Björg Björgvinsdóttir
Grunnhundamat fyrir sjálfboðaliða hundavina verður haldið þriðjudaginn 4. febrúar frá kl. 17:00-22:00 í húsnæði Rauða krossins í Víkurhvarfi 1, 203 Kópavogi.
Matið tekur að jafnaði 15 mínútur.
Fyrir sjálfboðaliðastarf hundavina er mikilvægt að hafa eins góðan undirbúning og hægt er. Til að byrja með þarf að mæta í grunnhundamat, sem er framkvæmt af reyndum sjálfboðaliðum í verkefninu. Þau meta hvort eigandi og hundur séu fær um að taka þátt. Vert er að taka fram að hundavinaverkefnið hentar ekki öllum hundum og ber að hafa í huga að það standast ekki öll matið. Sum fá síðan endurgjöf og þurfa að vinna í ákveðnum þáttum áður en þau geta setið hundanámskeiðið. Allt er þetta gert með hagsmuni gestgjafa og sjálfboðaliða að leiðarljósi.
Athugið að hundar þurfa að vera orðnir 2 ára gamlir.
Gert er ráð fyrir 15 mín á hvern hund í matinu. Gott er að taka fram í athugasemd hvaða tími væri góður en fyrsti tíminn er kl. 17:00 svo 17:15 og svo koll af kolli.
Mikilvægt er að hafa heilsufarsbók hundsins með í grunnhundamat og vera búin að fylla út upplýsingablað um hundinn og skila áður en mætt er í mat.
Hundar skulu auk þess vera í stífum taumi