Staðsetning
Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur
Tími
09:00 - 17:00
Leiðbeinandi
Freysteinn Oddsson
Verð á mann
35.000 ISK
Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem ætla sér að starfa á sund - og baðstöðum sem almenningur hefur aðgang að.
Grunnnámskeið Öryggi og björgun Hluti 2 er ætlað þeim sem ætla sér að starfa sem laugarverðir, sundkennara eða sundþjálfarar á sund- og baðstöðum sem almenningur hefur aðgang að.
Lengd námskeiðsins er 12 - 14 klukkustundir alls og skiptist í:
Skyndihjálp 8. klst
Björgun 4. klst.
Hæfnismat 2 klst. (eingöngu þau sem starfa í vatni og þurfa að standast hæfnismat samkvæmt reglugerð)
ATH. Að þátttakendur sem ætla að starfa sem Laugarverðir þurfa að skrá þátttöku sérstaklega á Grunnnámskeið Hluti 1 - Laugarvörðinn, sjá næstu námskeið hér: https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/namskeid-og-vidburdir/?courseType=waterSafety
Námskeiðið er kennt á Íslensku.
Dagskrá
18. desember: 9.00-17.00, Skyndihjálp
19. desember: 9.00-15.00 Björgun og hæfnismat
Staðsetning: Rauði Krossinn, Víkurhvarf 1, sundlaug auglýst síðar.
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu, leikni og hæfni í hlutverki sínu, skyldum og ábyrgð sem laugarvörður. Einnig mun það veita þátttakendum þekkingu, leikni og hæfni sem þeir munu síðan geta nýtt sér til að:
- Fyrirbyggja, bera kennsl á og bregðst við neyðartilfellum í og við vatn.
- Veita faglega aðstoð í neyðartilvikum slysa eða bráðra veikinda þar til viðbragðsaðilar mæta á vettvang og taka við aðstæðum.
Hæfnismat samkvæmt viðauka III í reglugerð um hollustuhætti á sund - og baðstöðum fer fram á námskeiðinu.
ATH!! Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis sundföt ásamt síðermabol og buxur.
Um hæfnismatið má lesa hér: https://www.ust.is/hringrasarhagkerfi/hollustuhaettir/sundstadir/haefnisprof-starfsmanna/
Skírteini
Til þess að fá útgefið skírteini í Öryggi og björgun þurfa þátttakendur að sitja allt námskeiðið og sýna fram á virka þátttöku í öllum þáttum námskeiðsins:
-Umræðum og spurningum.
-Verklegum æfingum og tilfellaæfingum.
-Standast hæfnismat(eingöngu þeir sem starfa í vatni og þurfa að standast hæfnismat samkvæmt reglugerð)
Þátttakendur sem standast Grunnnámskeið Öryggi og björgun: Hluti 1 og 2 fá útgefið eftirfarandi skírteini: Laugarvörður og er það gilt í eitt ár frá útgáfudegi.
Þátttakendur sem standast Grunnnámskeið Öryggi og björgun: Hluti 2 + hæfnismat fá útgefið eftirfarandi skírteini: Öryggi og björgun + hæfnismat og fer gildistími eftir starfi og menntun þátttakanda.
Þátttakendur sem standast Grunnnámskeið Öryggi og björgun: Hluti 2 og taka ekki hæfnismat fá útgefið eftirfarandi skírteini: Öryggi og björgunog fer gildistími eftir starfi og menntun þátttakanda.
Til að viðhalda réttindum þarf að sækja endurmenntunarnámskeið og standast hæfnismat áður en skírteini rennur út. 30 daga frestur er gefinn sitthvoru megin við daginn sem skírteinið rennur út.
Ef réttindi eru útrunnin lengur en í 6 mánuði þarf að sitja grunnnámskeið í Öryggi og björgun til að öðlast réttindi á ný, og standast hæfnismat samkvæmt reglugerð.
Athugið að forsenda fyrir námskeiðinu er að þátttaka sé næg.
Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt.
Þátttakendur eru hvött til að taka með sér nesti.
Allar nánari upplýsingar á bjorgun@redcross.is.