
Hundavinir er eitt vinaverkefna Rauða krossins en þar er hundurinn í aðalhlutverki en það fyrirkomulag er þekkt víða um heim. Hundavinanámskeiðið samanstendur af bóklegum og verklegum hluta og er sérsniðið fyrir verðandi heimsóknarvini með hund. Hundar á aldrinum 2ja til 10 ára geta tekið þátt í verkefninu. Námskeiðið fer fram 13. apríl í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2, Akureyri.
Fyrsta skref námskeiðsins er grunnmat þar sem lagt er mat á hvern og einn hund. Til þess að geta haldið áfram á námskeiðinu þarf hundurinn að standast matið. Grunnhundamatið fer fram fyrir hádegi sama dag og námskeiðið, 13. apríl. Einn hundur er metinn í einu og verður þátttakendum raðað niður á tímasetningar.
Námskeiðið byrjar klukkan 13 á bóklegum hluta námskeiðsins sem tekur um það bil tvær klukkustundir. Að því loknu er gert hlé á námskeiðinu og þátttakendur sækja hunda sína og halda svo áfram í verklega hlutann.
Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um verkefnið Heimsóknavinur með hund.
Markmið námskeiðsins er eftirfarandi:
- Að skilja hlutverk eiganda og hunds sem heimsóknavinir
- Að hafa grunnþekkingu á hundum
- Að öðlast skilning á markhópi skjólstæðinga sem verkefnið nær til
- Að öðlast færni sem heimsóknavinur með hund og hvernig gestgjafi er heimsóttur með öruggum, góðum og virðingarfullum hætti
Áður en farið er af stað í heimsóknarverkefni þurfa sjálfboðaliðar einnig að sækja námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða í heimsóknarvinaverkefnum. Slíkt námskeið tekur um 2 klukkustundir.
Allar frekari upplýsingar um námskeiðið og heimsóknavinaverkefni má nálgast í gegnum netfangið soleybs@redcross.is eða í síma 570 4272
Fyrsta skref námskeiðsins er grunnmat þar sem lagt er mat á hvern og einn hund. Til þess að geta haldið áfram á námskeiðinu þarf hundurinn að standast matið. Grunnhundamatið fer fram fyrir hádegi sama dag og námskeiðið, 13. apríl. Einn hundur er metinn í einu og verður þátttakendum raðað niður á tímasetningar.
Námskeiðið byrjar klukkan 13 á bóklegum hluta námskeiðsins sem tekur um það bil tvær klukkustundir. Að því loknu er gert hlé á námskeiðinu og þátttakendur sækja hunda sína og halda svo áfram í verklega hlutann.
Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um verkefnið Heimsóknavinur með hund.
Markmið námskeiðsins er eftirfarandi:
- Að skilja hlutverk eiganda og hunds sem heimsóknavinir
- Að hafa grunnþekkingu á hundum
- Að öðlast skilning á markhópi skjólstæðinga sem verkefnið nær til
- Að öðlast færni sem heimsóknavinur með hund og hvernig gestgjafi er heimsóttur með öruggum, góðum og virðingarfullum hætti
Áður en farið er af stað í heimsóknarverkefni þurfa sjálfboðaliðar einnig að sækja námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða í heimsóknarvinaverkefnum. Slíkt námskeið tekur um 2 klukkustundir.
Allar frekari upplýsingar um námskeiðið og heimsóknavinaverkefni má nálgast í gegnum netfangið soleybs@redcross.is eða í síma 570 4272