Endurmenntun Öryggi og björgun Reykjavík

Námskeið

19 des.
Staðsetning Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur
Tími 09:00 - 17:00
Verð á mann 25.000 ISK

Endurmenntun fyrir þau sem áður hafa lokið grunnnámskeiði í Öryggi og björgun fyrir laugaverði, sundkennara og sundþjálfara á sund- og baðstöðum.

Skráning
course-image
Endurmenntun fyrir þau sem áður hafa lokið Grunnnámskeiði í Öryggi og björgun fyrir laugaverði, sundkennara og sundþjálfara á sund- og baðstöðum.

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem ætla sér að starfa áfram á sund - og baðstöðum sem almenningur hefur aðgang að.

Dagskrá:
9.00-13.00 Skyndihjálp
13.00-15.00 Björgun
15.00-17.00 Hæfnismat

Tungumál: Íslenska
Staðsetning: Rauði Krossinn, Víkurhvarfi 1, sundlaug auglýst síðar

Fyrirtæki og stofnanir geta skráð þátttakendur og fengið reikning sendan hér:

https://icelandicredcross.my.salesforce-sites.com/RegisterToCourse?coId=a12Pz000001Gg2j&token=mrsQ1QDcgVbXyf6sXxRHJxjZcRTkk8y866wHgr002ANuu7wUiEuEHTmB0XjEXkI1s6syF6t4GSiLB

Markmið endurmenntunarnámskeiðsins er að veita þátttakendum, sem eru með gild skírteini í Öryggi og björgun, tækifæri til upprifjunar á helstu viðfangsefnum Öryggi og björgunar með áherslu á verklega færni og tilfellaæfingar.

Hæfnismat samkvæmt viðauka III í reglugerð um hollustuhætti á sund - og baðstöðum fer fram á námskeiðinu.
ATH!! Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis sundföt ásamt síðermabol og buxur.
Um hæfnismatið má lesa hér: https://www.ust.is/hringrasarhagkerfi/hollustuhaettir/sundstadir/haefnisprof-starfsmanna/

Skírteini

Til þess að fá útgefið skírteini í Öryggi og björgun þurfa þátttakendur að sitja allt námskeiðið og sýna fram á virka þátttöku í öllum þáttum námskeiðsins:
-Umræðum og spurningum.
-Verklegum æfingum og tilfellaæfingum.
-Standast hæfnismat(eingöngu þeir sem starfa í vatni og þurfa að standast hæfnismat samkvæmt reglugerð)

Laugarverðir fá útgefið eftirfarandi skírteini: Laugarvörður og er það gilt í eitt ár frá útgáfudegi.

Sundkennarar, sundþjálfarar og meðhöndlarar sem starfa í laug þar sem ekki er laugarvörður fá útgefið eftirfarandi skírteini: Öryggi og björgun + hæfnismat og fer gildistími eftir starfi og menntun þátttakanda.

Almennir starfsmenn íþróttamannvirkja, meðhöndlarar og sundkennarar sem lokið hafa íþróttafræðinámi á háskólastigi eða jafngildu eldra prófi fyrir 2014 fá útgefið eftirfarandi skírteini: Öryggi og björgun og fer gildistími eftir starfi og menntun þátttakanda.

Til að viðhalda réttindum þarf að sækja endurmenntunarnámskeið og standast hæfnismat áður en skírteini rennur út. 30 daga frestur er gefinn sitthvoru megin við daginn sem skírteinið rennur út.

Ef réttindi eru útrunnin lengur en í 6 mánuði þarf að sitja grunnnámskeið í Öryggi og björgun til að öðlast réttindi á ný, og standast hæfnismat samkvæmt reglugerð.

Athugið að forsenda fyrir námskeiðinu er að þátttaka sé næg.

Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt.

Þátttakendur eru hvött til að taka með sér nesti.

Allar nánari upplýsingar á bjorgun@redcross.is.