Innanlandsstarf
Yndislegir gleðigjafar útskrifast af hundavinanámskeiði
22. janúar 2019
Í síðustu viku útskrifuðust fjórir sjálfboðaliðar og fimm heimsóknahundar af hundavinanámskeiði Rauða krossins í Kópavogi. Það að auki var einn reyndur hundur endurmetin fyrir áframhaldandi störf.
Í síðustu viku útskrifuðust fjórir sjálfboðaliðar og fimm heimsóknahundar af hundavinanámskeiði Rauða krossins í Kópavogi. Það að auki var einn reyndur hundur endurmetin fyrir áframhaldandi störf.
Á námskeiðinu, sem er kennt af reyndum sjálfboðaliðum Hundavina Rauða krossins læra þátttakendur að skilja hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknavinir og að heimsækja gestgjafa með öruggum, góðum og virðingafullum hætti. Einnig öðlast þátttakendur grunnþekkingu um hunda, skilning á markhópnum og getu til þess að vera heimsóknavinur með hund. Á verklega námskeiðinu læra þátttakendur með hundunum sínum grunn- og sérhæfðar verklegar æfingar sem nýstast í starfi.
Til að sækja um heimsókn frá hundavini eða til að gerast sjálfboðaliði í verkefninu er hægt að fylla út form á síðu Rauða krossins - https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/
Einnig er hægt að hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 5704000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.