Innanlandsstarf
Yfir 70 börn sungu hjá Rauða krossinum í Kópavogi
27. febrúar 2020
Rauði krossinn í Kópavogi býður börnin í bænum ávallt velkomin á Öskudaginn
Rauði krossinn í Kópavogi býður ávallt börnin í bænum velkomin á Öskudaginn og í ár komu yfir 70 börn og sungu fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í deildinni. Fjölbreytni í lagavali og söngstíl var sérlega mikil þetta árið og eru starfskonur ánægðar með börnin í bænum. Búningarnir voru margir og mismunandi, sérstaklega voru yngri börnin metnaðarfull í uppátækjum sínum.
Hermione, Kínverskir hestar að flýja Kórónaveiru, bófar, uppvakningar, trúðar og slökkviliðskona voru á meðal gesta. Hér eru nokkrar myndir frá deginum, allar birtar með leyfi barna og foreldra.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.