Innanlandsstarf

Yfir 70 börn sungu hjá Rauða krossinum í Kópavogi

27. febrúar 2020

Rauði krossinn í Kópavogi býður börnin í bænum ávallt velkomin á Öskudaginn


Rauði krossinn í Kópavogi býður ávallt börnin í bænum velkomin á Öskudaginn og í ár komu yfir 70 börn og sungu fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í deildinni. Fjölbreytni í lagavali og söngstíl var sérlega mikil þetta árið og eru starfskonur ánægðar með börnin í bænum. Búningarnir voru margir og mismunandi, sérstaklega voru yngri börnin metnaðarfull í uppátækjum sínum.

Hermione, Kínverskir hestar að flýja Kórónaveiru, bófar, uppvakningar, trúðar og slökkviliðskona voru á meðal gesta. Hér eru nokkrar myndir frá deginum, allar birtar með leyfi barna og foreldra.

\"Signy-og-Eyglo\"\"Ari-og-Elias\"\"Nattsol\"\"Birta-Sol-og-Halla-Dogg\"\"Krystian-og-Kristofer\"\"Oskudagur-2020-Shifaa-leyfi-og\"