Innanlandsstarf
Yfir 70 börn sungu hjá Rauða krossinum í Kópavogi
27. febrúar 2020
Rauði krossinn í Kópavogi býður börnin í bænum ávallt velkomin á Öskudaginn
Rauði krossinn í Kópavogi býður ávallt börnin í bænum velkomin á Öskudaginn og í ár komu yfir 70 börn og sungu fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í deildinni. Fjölbreytni í lagavali og söngstíl var sérlega mikil þetta árið og eru starfskonur ánægðar með börnin í bænum. Búningarnir voru margir og mismunandi, sérstaklega voru yngri börnin metnaðarfull í uppátækjum sínum.
Hermione, Kínverskir hestar að flýja Kórónaveiru, bófar, uppvakningar, trúðar og slökkviliðskona voru á meðal gesta. Hér eru nokkrar myndir frá deginum, allar birtar með leyfi barna og foreldra.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Alþjóðastarf 14. mars 2025Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gaza. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað