Innanlandsstarf
Vel heppnuð sjálfboðaliðagleði
06. desember 2018
Sjálfboðaliðagleði hjá Rauða krossinum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ var haldin á alþjóðadegi sjálfboðaliðans þann 5. desember.
Rauði krossinn í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ héldu sameiginlega sjálfboðaliðagleði í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliðans þann 5. desember. Gleðin lukkaðist vel og voru sjálfboðaliðar ánægðir með viðburðinn.Boðið var upp á heitan mat með hátíðlegu ívafi frá Grillhúsinu og dagskráin full af ýmsum skemmtiatriðum. Elva Dögg var með uppistand, sjálfboðaliðarnir Ragnar Rúnar, Jóhanna og Helga sögðu brandara og söngkonurnar Eva Björk og Ragna Björg tóku jólalög.

Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf hjá Rauða krossinum. Helga Jörgensen úr fataverkefninu og Ólafur Ágúst Þorsteinsson úr hundavinaverkefninu fengu viðurkenningu hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Þau Sonja Kovacevic og Melanie Powell úr hælisverkefninu, Steindór Guðjónsson úr verkefninu Karlar í skúrum og Sigríður Björnsdóttir úr fataverkefninu fengu viðurkenningu hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ.
Rauði krossinn óskar þeim innilega til hamingju og þakkar öllum sjálfboðaliðum fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins. Takk allir sem tóku þátt í sjálfboðaliðagleðinni og hafið það gott yfir hátíðarnar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.

Þróunarsamvinna aldrei mikilvægari en nú
Almennar fréttir 28. mars 2025Bakslag í mannréttindum og minnkandi stuðningur við þróunarsamvinnu verður til umræðu á opnum fundi í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 1. apríl.

Efla seiglu með fræðslu og stuðningi
Innanlandsstarf 28. mars 2025Styrkur frá Rio Tinto hefur gert Rauða krossinum kleift að veita Grindvíkingum margvíslegan félagslegan stuðning á erfiðum tímum. Áfram verður haldið að styðja við þá og aðra íbúa á Suðurnesjum.