Innanlandsstarf
Vel heppnað hundavinanámskeið á Akranesi
23. maí 2019
Fyrir tveimur vikum var haldið hundavinanámskeið á Akranesi og flugu allir fjórir hundarnir sem tóku þátt í gegnum námskeiðið.
Heimsóknavinir með hund erusjálfboðaliðar, sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli ogdvalar- og hjúkrunarheimili. Verkefnið er sífellt að stækka þar sem hundar getanáð vel til fólks og oft á tíðum mun betur en fólk. Fyrir tveimur vikum var haldiðhundavinanámskeið á Akranesi og flugu allir fjórir hundarnir sem tóku þátt ígegnum námskeiðið.
Rauði krossinn er afar stoltur afhundavinum Rauða krossins. Á námskeiðinu eru reyndir hundavinir Rauða krossinssem þjálfa þátttakendur á hundavinanámskeiðinu. Á námskeiðinu læra þátttakendurum hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknavinir og að heimsækja gestgjafa meðöruggum, góðum og virðingafullum hætti. Einnig öðlast þátttakendurgrunnþekkingu um hunda, skilning á markhópnum og getu til þess að veraheimsóknavinur með hund. Á verklega námskeiðinu læra þátttakendur með hundunumsínum grunn- og sérhæfðar verklegar æfingar sem nýtast í starfi.
Ef þú vilt taka þátt í starfinu þá er hægt að skrá sig hér ávefsíðu Rauða krossins -https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/
Ath: Heimsóknahundur þarf að vera orðinn 2ja ára og mega helst ekki vera eldri en 10 ára. Hérmá finna nánari upplýsingar um færniviðmið verkefnisins.
Einnig er hægt að hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogií síma 5704000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.