Innanlandsstarf
Vaknaðu! Neyðartónleikar í Eldborg 29. maí
17. maí 2023
Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30. Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV.
Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30.
Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV. Miðaverð á tónleikana er aðeins 3000 kr. en þau sem vilja geta bætt við upphæðina í miðasöluferlinu. Tilgangur söfnunarinnar er að safna fyrir Frú Ragnheiði og öðru skaðaminnkunarstarfi Rauða krossins.
Tónlistarfólkið sem kemur fram eru Bubbi Morthens, Ragga Gísla, Mugison, Systur, Emmsjé Gauti, Nanna, Jónas Sig, Una Torfa, Ólafur Bjarki, Elín Hall, Herra Hnetusmjör og Ellen Kristjánsdóttir ásamt fjölda hljóðfæraleikara.
Ellen Kristjánsdóttir stendur fyrir tónleikunum í samstarfi við RÚV, Hörpu og fleiri.
Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.
Smelltu hér til að kaupa miða.
Þau sem vilja leggja málefninu lið en komast ekki á tónleikana geta frá og með mánudeginum 22. maí hringt eða sent sms í eftirfarandi númer:
Hringja í
904 1500 fyrir 3.500 kr. framlag
904 2500 fyrir 5.500 kr. framlag
9045500 fyrir 10.000 kr. framlag
Senda SMS í númerið 1900
VAKNADU fyrir 3.000 kr. framlag
VAKNADU1 fyrir 3.500 kr. framlag
VAKNADU2 fyrir 5.500 kr. framlag
VAKNADU3 fyrir 10.000 kr. framlag
Hér má kynna sér Frú Ragnheiði og skaðaminnkunarstarf Rauða krossins
Þetta stutta myndband útskýrir starfsemina líka vel:
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.