Innanlandsstarf
Tímamót í öryggi í vatni á Íslandi
09. febrúar 2024
Umhverfisstofnun og Rauði krossinn á Íslandi hafa skrifað undir samning sem felur Rauða krossinum að sjá um þjálfun, námskeið og hæfnispróf fyrir laugarverði og þau sem starfa í vatni.
Í gær undirrituðu Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, samninginn, sem markar tímamót varðandi öryggi í vatni.
Rauði krossinn mun héðan í frá sjá alfarið um þjálfun, námskeið og hæfnispróf í Öryggi, skyndihjálp og björgun fyrir öll þau sem starfa í vatni.
Tímasetning samningsins er engin tilviljun, en haldið verður upp á 112-daginn á Sjóminjasafninu á sunnudag og þar verður þessi málaflokkur í forgrunni, því þema dagsins er Öryggi á vatni og sjó.
Um er að ræða fyrsta skiptið í sögu öryggismála í vatni á Íslandi þar sem Umhverfisstofnun hefur heimild samkvæmt lögum til að veita aðila eða stofnun umsjón og faglega ábyrgð í þessum mikilvæga málaflokki. Rauða krossinum var falið þetta verkefni eftir að Umhverfisstofnun mat félagið hæft til þess á grundvelli þekkingar og reynslu.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.