Innanlandsstarf
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
11. febrúar 2024
Í dag var haldið upp á 112-daginn á Sjóminjasafninu, en þemað í ár var öryggi á vatni og sjó. Við þetta tækifæri var skyndihjálparmanneskjum ársins veitt viðurkenning, en í ár urðu þrír einstaklingar, sem saman björguðu lífi, fyrir valinu.
Það er Rauði krossinn á Íslandi sem fær þann heiður að verðlauna skyndihjálparmanneskjur ársins, en að þessu sinni fengu mæðginin Þorbjörg og Torfi, ásamt Guðna, nágranna þeirra, viðurkenninguna. Þau björguðu lífi Ásgeirs, eiginmanns Þorbjargar og föður Torfa, þegar hann fékk skyndilegt hjartastopp 12. apríl 2023.
Þau sýndu vel hvernig hægt er að bjarga mannslífi með réttum viðbrögðum og fumlausum leiðbeiningum neyðarvarðar hjá Neyðarlínunni 112.
Það er mikilvægt við aðstæður sem þessar að láta óttann ekki taka völdin og bregðast skynsamlega við, hringja í Neyðarlínuna 112 og fara að fyrirmælum margreyndra starfsmanna. Neyðarlínan 112 er alltaf til taks og tilbúin til að hjálpa, veita tilsögn og senda liðsauka.
Kunnátta í skyndihjálp og aðgengi að mikilvægum tækjum eins og hjartastuðtækjum margfalda líkurnar á að lífi sé bjargað og öll getum við tileinkað okkur þessa kunnáttu, óháð aldri. Skyndihjálp bjargar lífum.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.