Innanlandsstarf
Skyndihjálp - Vefnámskeið og verkleg þjálfun Rauða krossins
05. apríl 2019
Flesta langar til að læra skyndihjálp, en oft situr það á hakanum af ýmsum ástæðum. Rauði krossinn býður nú upp á stutt og hagnýtt vefnámskeið án endurgjalds. Rauði krossinn mælir síðan með því að allir þeir sem taka vefnámskeiðið skrái sig á 2 klst verklegt námskeið sem fyrst til að öðlast sjálfstraust til að veita fólki aðstoð í neyð.
Viltu öðlast grunnþekkingu í skyndihjálp? Vefnámskeið Rauðakrossins er stutt og hagnýtt námskeið fyrir upptekið fólk! Svona námskeið hentar vel einstaklingum sem hafa áhuga á að læra skyndihjálp en eiga erfitt með að vera frá í 4 klst á kvöldin.
Námskeiðið er bæði fyrir fólk sem hefur aldrei lært skyndihjálp og þá sem þurfa á upprifjun að halda. Hægt er að taka það hvar og hvenær sem er og það þarf ekki að klára í einum rykk. Vefumhverfið er einstaklega aðgengilegt og þægilegt í notkun og námskeiðið stendur öllum til boða án endurgjalds.
Verkleg þjálfun er nauðsynlegur hluti af námi í skyndihjálp, til þess að ná góðum tökum á henni og öðlast sjálfstraust til að veita fólki aðstoð í neyð. Því mælir Rauði krossinn með því að allir þeir sem taka vefnámskeiðið skrái sig á verklegt námskeið sem fyrst, að vefnámskeiði loknu.
Rauði krossinn í Kópavogi heldur verklegt skyndihjálparnámskeið , 23. apríl. Þátttakendur byrja á því að taka Vefnámskeið Rauða krossins hvenær sem þeim hentar og koma svo á verklega námskeiðið. Þáttökugjald er 11.000 kr.
Á þessu námskeiðið læra þátttakendur fjögur skref skyndihjálpar: tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Frekari upplýsingar veitir Rauði krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.