Innanlandsstarf
Skátavinkonur safna fyrir Rauða krossinn
13. maí 2019
Skátavinkonur safna pening til styrktar Rauða krossinum.
Skátavinkonurnar Naima Emilía Emilsdóttir, Áslaug Rún Davíðsdóttir, Kristín Mjöll Jóhansdóttir, Krista Ýr Siggeirsdóttir og Guðrún Erla Björnsdóttir héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum. Þær seldu ýmiskonar dót við Bónus á Smáratorgi. Þær kíktu kátar við í heimsókn í Rauða krossinn í Kópavogi og afhentu gjöfina. Allt framlag frá börnum rennur til verkefna sem felast í að hjálpa öðrum börnum.
Rauði krossinn í Kópavogi þakkar fyrir framlagið til styrktar félagsins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.