Innanlandsstarf
Sjóvá styður Rauða krossinn
28. mars 2022
Margir íbúar Úkraínu hafa flúið heimkynni sín og væntanlega von á fjölda flóttafólks hingað til lands á næstu dögum og vikum.
Sjóvá hefur ákveðið að styðja við bakið á flóttafólki vegna stríðsins í Úkraínu, bæði þeim sem koma hingað til lands og þeim sem eru á flótta víða um Evrópu. Sjóvá leggur neyðarsöfnun Rauða krossins til 50.000 krónur fyrir hvern starfsmann fyrirtækisins, samtals 10 milljónir króna.
Til viðbótar við þennan styrk hélt starfsmannafélag Sjóvá spurningakeppni til styrkar Úkraínuverkefnum Rauða krossins og söfnuðust þar 560.000 kr. frá starfsfólkinu sjálfu. Sú upphæð bætist því við þær 10 milljónir sem fyrirtækið gefur í söfnunina.
„Við erum afskaplega þakklát fyrir þetta mikilvæga framlag Sjóvár. Það er gott að finna fyrir þeim mikla velvilja sem fyrirtæki og almenningur sýna fólki á flótta. Við munum nýta fjármagnið sem safnast til þess að koma fólki til aðstoðar, bæði hér á landi og í og við Úkraínu og hver króna skiptir máli“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins sem veitti styrknum viðtöku.
Allt fjármagn sem safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og að veita sálrænan stuðning.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.