Innanlandsstarf
Safnaði heimilisklinkinu og bætti svo um betur
21. október 2019
Nýtti vetrarfríið í að safna öllu klinki „sem enginn nennti að hafa í vasanum og burðast með“ og færði Rauða krossinum samtals 18 þúsund krónur.
Edith Kristín Kristjánsdóttir, 11 ára, færði Rauða krossinumtæpar 18 þúsund krónur þann 17. október. Hún hafði safnað öllu klinki „semenginn nennti að hafa í vasanum og burðast með“ á heimilinu bætti svo enn meiruvið úr sínum eigin sparibauk. Hún nýtti vetrarfríið í skólanum til að mæta íKópavogsdeild Rauða krossins í Hamraborg 11 og afhenda afraksturinn.
Rauðikrossinn þakkar Edith kærlega fyrir höfðinglegt framlag.
Allir fjármunir sem börn safna og gefa Rauða krossinum erunýttir til að hjálpa börnum í neyð víða um heim.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.